Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 42
Og þá hefði það líka getað verið einhver kona að kaupa afþví hún var í kápu. Svo er ég í mesta sakleysi að renna upp úlpunni; kemur hún þá ekki öskrandi alveg hvað ég sé að gera. Einsog mér hafi ekki brugðið? Koma svona og öskra á mann! Hvað ertu að gera krakki? Ekkert, sagði ég. Hvað gat ég gert? Ekki gat ég farið að hlaupa út og skilja Bíbí eina eftir. Ertu ekkert að gera nei. Hún var brjáluð. Titraði öll og réðst svo á Bíbí. Já! Reif í smekkinn hjá henni. Og þá hefur talan auðvitað slitnað frá og skoppað eitthvað. Svoleiðis hlýtur það að hafa verið, hún reif í smekkinn. Jæja, hvað er þetta þá? Hún öskraði alveg. Og hélt á rúsínupakkanum. Fatlað! Halda á rúsínupakka og spyrja hvað þetta sé. Þetta er rúsínupakki. Ég hefði átt að segja það. En ég vissi ekkert hvað ég átti að segja. Þá tók ég effir því að það vantaði tölu á buxurnar hjá Bíbí. Hún var bara rugluð greyið og tók ekkert eftir því að talan var horfin. Samt lafði smekkurinn öðru megin. Þú ert búin að eyðilegga buxurnar hennar. Ég sagði þetta ósköp rólega. Ég var allavegana eJdci með neina frekju. Ég hvað? Kellingin þóttist ekkert vita. Þú sleist tölu af buxunum hennar. Ertu sjónlaus. Ertu geðbiluð? Afþví hún er það líka. Fór að toga í mig og hrista mig alla. Nei heyrðu mig nú Fröken Fix, þetta skaltu fá að endurtaka. Ferlega ógeðsleg. Hrækti á mig þegar hún sagði þetta. Það svona frussaðist útúr henni. AJveg brjáluð útaf einum rúsínupakka og fara svo að kalla mig Fröken Fix eitthvað. Ég veit ekkert hvað ég hefði getað gert. Kannski eitthvað hræðilegt. En þá var gamli kallinn kominn líka og sagði hvað eiginlega væri á seyði. Þá fór hún auðvitað að gera sig merkilega, sleppti mér og þóttist voða merkileg með sig: Nú er það ekki bara að þau móðgist ef maður grípur þau, nú á maður líka að hafa eyðilagt fötin þeirra. Og það er líka satt, sagði ég þá. Þú sleist tölu af buxunum hennar. Aumingja Bíbí — hún stóð bara og skildi ekki neitt. Gamli kallinn skildi heldur ekki neitt. Og þó svo ég hefði slitið tölu af buxunum, sagði kellingin. Þó svo væri. Þá áttu að borga hana. Þú sleist töluna af og nú er hún týnd. Ég gat ekkert farið heim með Bíbí og talan týnd. Mér fannst það. Afþví ef hún týndist í búðinni þá mundi mamma kannski spyrja um hana. Og þessvegna öskraði ég á móti. Þá spurði gamli kallinn hvort þetta væri tilfellið, að hún hefði slitið tölu af barninu. Og þó svo væri, sagði kellingin. Hún gat auðvitað ekkert sagt. Og þó svo væri. Nú þá hlýtur talan að vera hérna, sagði kallinn. Það var rétt hjá honum. Talan hlaut að vera þarna. En hún vildi ekkert 32 TMM 1996:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.