Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Qupperneq 44

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Qupperneq 44
dáinn. Litlir krakkar fatta það ekkert. Þeir hafa aldrei séð neinn sem er dáinn. Og þá verða þau að sjá einhvern sem er dáinn til að skilja það. En þau verða ekkert hrædd. Bíbí varð ekkert hrædd. Hún mis- skildi mig bara og fór að grenja útaf því. Ekki útaf því að hún hefði orðið hrædd. Maður verður ekkert hræddur. Samt var ég fyrst að hugsa hvort ég átti að þora að kíkja. Maður heldur alltaf að það sé eitthvað ógeðslegt. Og kannski er það stundum ógeðslegt. En þeir sem eru dánir geta ekkert að því gert. Þeir eru bara dánir og geta ekki einu sinni snúið sér undan ef maður fer að glápa. En kannski fer maður að hugsa um það. Að þeir snúi sér við. Eða opni augun og horfi á mann. Það verður ógeðslegt ef maður fer að hugsa svoleiðis. En það er ekki þeim að kenna. Þeir gera ekkert. Og þessvegan er best að horfa á fólkið og hugsa ekkert um að það sér dáið og geti ekki snúið sér við. Hugsa bara að það sé sofandi. Og sé að dreyma. Samt er það ekki nógu gott. Það væri best að hugsa ekki neitt. En það má ekki vera eitthvað annað sem truflar. Eins og til dæmis ef það er ekki nógu bjart. Ég fór eiginlega að hugsa afþví það var ekki nógu bjart og afþví ég sá eiginlega ekki neitt. Það voru svona borð með fólki á og það var allt í lagi. Ef það hefði verið nógu bjart hefði mér ekkert þótt það mikið. Bara svona dautt fólk svona. En það var svo skrýtin birta. Og svo var búið að breiða lök yfir fólkið. Svo maður sá eiginlega ekki neitt. Og þá fer maður að hugsa. Maður fer að hugsa hvernig sé undir. Og þá verður það kannski ógeðslegt. En ég gat heldur ekkert skoðað nógu vel afþví Bíbí byrjaði strax að væla og vildi fá að kíkja. Þá sagði ég henni að þetta væri ekkert merkilegt, það væri ekkert hægt að sjá eins og ég hefði haldið. Hún vildi samt kíkja. Ég vil sjá pabba, sagði hún. Þá útskýrði ég fyrir henni að hún gæti ekkert séð pabba, hún gæti bara séð eins og hann væri. Það þóttist hún skilja. Ég vil sjá, ég vil sjá. Svo ég varð að lyfta henni upp. Þetta var of hátt fyrir hana og ég varð að lyfta henni svo hún gæti séð. Hún er ekkert létt. Hvar er hann? sagði hún. Þú getur ekkert séð pabba, sagði ég aftur, þú getur bara séð dáið fólk, svo þú vitir hvernig það er að vera dáinn. Kíktu í gegnum götin. Og þá klessti hún höfðinu alveg upp að járnplötunni. Var lengi svoleiðis. Og ég haldandi á henni. Sérðu fólkið, sagði ég. Hvar? sagði hún og fór að glápa um allt.Ætlaði að snúa sér við í fanginu á mér. Það munaði engu að ég væri búin að missa hana niður. Þú verður að kíkja í gegnum götin, sagði ég. Og hvað heldurðu að hún hafi sagt þá? Hún sagði að fólk væri ekki svona lítið. 34 TMM 1996:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.