Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Síða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Síða 47
að henni, sagði ég. Jæja, varstu ekki að segja að pabbi myndi vera heima þegar þið kæmuð? Hvernig heldurðu að mömmu líði? Ertu svona mikill smákrakki að skilja þetta ekki? Er ekki hægt að treysta þér? Hann þurfti ekkert að láta svona. Og þá var ég ekkert að segja neitt meira. Ég þagði bara íyrst hann lét svona. Hann mátti halda það sem honum sýndist. Og hvenær gaf hann þér tækið? spurði hann aftur. En mér datt ekki í hug að svara honum. Frekja, sagði hann þá, allt færðu með frekjunni og heldur svo að þú getir leyft þér hvað sem er. Ég gat ekkert farið að svara. Við hefðum bara farið að rífast eins og alltaf. Ég vildi það ekkert. Og ég opna ekkert þótt hann þykist ætla að segja fyrirgefðu núna. Og allavega sagði ég aldrei að pabbi hefði gefið mér tækið, það var bara Krummi sem fór að halda það. Og hann mátti sko kalla mig frekju ef honum leið eitthvað betur við það. Er það ekki best, að ég verði bara frekja svo allir geti sagt eitthvað við mig. En svo kom auðvitað afi. Hann reynir alltaf að tala við alla og vera voða þolinmóður. En mér finnst ekkert þægilegt að allir séu að vera góðir við mig þegar þeir eiga ekkert að vera það. Samt vill ég það. En þau eiga þá ekkert að spyrja mig. Og ég held bara að Krummi vilji láta mig opna afþví hann grunar eitthvað. Og afi kannski líka. I dag vildi ég ekkert segja honum hvernig ég hefði fengið tækið afþví hann mundi hafa látið mig skila því. En ég sagði ekki heldur að pabbi hefði gefið mér það, ég sagði bara að hann hefði alltaf ætlað að gefa mér tæki. Og þá skiptir nú líklega mestu máli að hann gerði það, sagði afi. Hann var vænn maður hann pabbi ykkar, þið megið ekki gleyma því þótt þetta sé erfitt núna og hann hafi yfirgefið ykkur. Svo fór hann að tala um mömmu að hún væri allt í einu orðin litla stelpan hans aftur og við eldri krakkarnir yrðum að hjálpast að og hjálpa mömmu með Bíbí. Mömmu liði jafn illa og okkur, hún ætti jafn erfitt með að skilja þetta. Og hann sagði það væri best að allir reyndu að tala saman, ekki loka sig af með sínar hugsanir. En afi vissi ekki að ég var byrjuð að skilja þetta og þótt þau gruni kannski eitthvað núna eru þau samt að vera góð við mig. Og það er ekki rétt. En í dag var hann bara svona að tala við mig og hélt utanum mig og var svo rólegur að ég fór að grenja. En ég gat ekkert sagt. Mér var svo illt í hálsinum og gat ekkert sagt. Og kannski hélt hann að ég vildi ekki viðurkenna að pabbi væri dáinn, en hann var samt ekkert að vorkenna mér, hann var bara að vera góður. Þótt hann ætti kannski ekkert að vera það. En hann var ekkert að TMM 1996:1 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.