Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Blaðsíða 47
að henni, sagði ég. Jæja, varstu ekki að segja að pabbi myndi vera
heima þegar þið kæmuð? Hvernig heldurðu að mömmu líði? Ertu
svona mikill smákrakki að skilja þetta ekki? Er ekki hægt að treysta
þér? Hann þurfti ekkert að láta svona. Og þá var ég ekkert að segja
neitt meira. Ég þagði bara íyrst hann lét svona. Hann mátti halda það
sem honum sýndist. Og hvenær gaf hann þér tækið? spurði hann aftur.
En mér datt ekki í hug að svara honum. Frekja, sagði hann þá, allt
færðu með frekjunni og heldur svo að þú getir leyft þér hvað sem er.
Ég gat ekkert farið að svara. Við hefðum bara farið að rífast eins og
alltaf. Ég vildi það ekkert. Og ég opna ekkert þótt hann þykist ætla að
segja fyrirgefðu núna. Og allavega sagði ég aldrei að pabbi hefði gefið
mér tækið, það var bara Krummi sem fór að halda það. Og hann mátti
sko kalla mig frekju ef honum leið eitthvað betur við það. Er það ekki
best, að ég verði bara frekja svo allir geti sagt eitthvað við mig. En svo
kom auðvitað afi. Hann reynir alltaf að tala við alla og vera voða
þolinmóður. En mér finnst ekkert þægilegt að allir séu að vera góðir
við mig þegar þeir eiga ekkert að vera það. Samt vill ég það. En þau
eiga þá ekkert að spyrja mig. Og ég held bara að Krummi vilji láta mig
opna afþví hann grunar eitthvað. Og afi kannski líka. I dag vildi ég
ekkert segja honum hvernig ég hefði fengið tækið afþví hann mundi
hafa látið mig skila því. En ég sagði ekki heldur að pabbi hefði gefið
mér það, ég sagði bara að hann hefði alltaf ætlað að gefa mér tæki. Og
þá skiptir nú líklega mestu máli að hann gerði það, sagði afi. Hann var
vænn maður hann pabbi ykkar, þið megið ekki gleyma því þótt þetta
sé erfitt núna og hann hafi yfirgefið ykkur. Svo fór hann að tala um
mömmu að hún væri allt í einu orðin litla stelpan hans aftur og við
eldri krakkarnir yrðum að hjálpast að og hjálpa mömmu með Bíbí.
Mömmu liði jafn illa og okkur, hún ætti jafn erfitt með að skilja þetta.
Og hann sagði það væri best að allir reyndu að tala saman, ekki loka
sig af með sínar hugsanir. En afi vissi ekki að ég var byrjuð að skilja
þetta og þótt þau gruni kannski eitthvað núna eru þau samt að vera
góð við mig. Og það er ekki rétt. En í dag var hann bara svona að tala
við mig og hélt utanum mig og var svo rólegur að ég fór að grenja. En
ég gat ekkert sagt. Mér var svo illt í hálsinum og gat ekkert sagt. Og
kannski hélt hann að ég vildi ekki viðurkenna að pabbi væri dáinn, en
hann var samt ekkert að vorkenna mér, hann var bara að vera góður.
Þótt hann ætti kannski ekkert að vera það. En hann var ekkert að
TMM 1996:1
37