Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Blaðsíða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Blaðsíða 50
eftir að mamma þín hringdi. Þú þurftir heldur ekkert að segja henni frá þessu. Það er ekki hægt að taka til baka það sem maður er búinn að gefa. Ef maður fær gjöf fer manni að þykja vænt um hana og vill ekki að hún sé tekin frá manni. Ég varð ferlega reið og ætlaði að láta þetta vera þér að kenna. En ég er hætt við það. Ég veit að þú getur ekkert að þessu gert. Mamma þín er bara svona. Sumar mömmur eru svona. Þegar Bíbí fékk gömlu kerruna þína fannst mömmu það voða skrýtið að við þyrftum að borga fyrir hana. Ég átti miklu flottari kerru í Gautaborg, við hefðum þá getað tekið hana með þegar við fluttum til íslands. Það var margt sem við skildum eftir. Við áttum allt. Og ég get líka eignast margt. Miklu meira en þú kannski. Og þá er betra að þú fáir tækið aftur. Ég er ekkert reið útí þig lengur. Ég er bara soldið reið útí þau. Og útí sjálfa mig. Ég veit vel að ég hefði oft átt að vera betri. Og ég hugsa núna að ef ég hefði ekki suðað svona mikið í pabba þá hefði hann kannski gefið mér tæki. Og ég hefði kannski ekki átt að segja svona mikið. Kannski hefði ég átt að segja honum að ég meinti nú ekki allt. Ekki ætla ég með þeim að horfa á hann liggja í einhverri kistu afþví þá færi ég bara að hugsa um það. Þessvegna vil ég ekkert sjá hann. En ég viðurkenni alveg að hann er dáinn. Og þau vita það líka. Þau hafa ábyggilega farið að gruna eitthvað eftir að mamma þín hringdi. Þau byrjuðu að spyrja hvert við Bíbí hefðum farið í morgun en sögðu fyrst ekkert að mamma þín væri búin að hringja. Og ég vil ekki tala við þau meira. Þau geta ekkert verið að biðja um einhverja skýringu alltaf. Þau eru engar löggur. Þetta hefði sko ekki þurft að vera nein vandræði. En um leið og mamma þín var búin að hringja vissi ég að þetta þýddi ekkert lengur. Ég fór bara inn í herbergi og læsti. Og nú þykist Krummi vilja segja fyrirgefðu. En hann ætlar bara að láta mig opna. Hann grunar eitthvað, hann er ekki svo vitlaus. Afi segir að fólki sem finnst allt vera á móti sér finnist það bara. En ég skil samt að sumir nenni ekkert að lifa. Þótt mamma skilji það ekki. Þetta verður ekkert gaman fýrir hana, að vera ein með Bíbí og Krumma. Hún skilur ekki hvernig einhver nennir að deyja. Og kannski grunar hana ekkert. Ég hef oft sagt miklu hræðilegra við hana. Og ég hef oft verið að suða í henni og verið reið útí hana. Miklu oftar. Og þá er ekki von að hana gruni neitt. Það er Krummi sem heldur eitthvað. Og nú er hann að reyna að opna. Einu sinni í sumar sagði ég við mömmu að hún væri leiðinlegasta mamma í heimi og ég vildi eiga aðra mömmu afþví hún 40 TMM 1996:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.