Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Síða 54
Milan Kundera
Rósailmur berst þér að neðan
Við drekkum (að vanda) hvítt romm í brúnum sykurlegi, málverkin liggja á
víð og dreif um gólfið, fjöldinn allur af málverkum, málverk frá síðustu
fjórum, fimm árum, það er að segja ífá öllu lífi hans sem listmálara; því líf
hans sem listmálara hófst mjög seint (Breleur var kominn yfir fertugt) og
hefur síðan liðið áfram knappt og samþjappað, svona eins og kaflaskipt
frásögn.
Ég er ekki vel að mér í málverkum hans frá fyrsta skeiðinu, hann lítur á
það sem forsögu listar sinnar, eins og inngang; myndefni og form, sem
málarinn sækir í afríska list, eru sprottin úr hinu eldforna sameiginlega
minni og hann leit á sig sem miðil þess; yfirborði málverkanna er skipt niður
í örlitla, nákvæmt og hárfínt teiknaða hluta.
Síðan rýfur hans eigin minningasjóður skyndilega hefðina og leggur undir
sig hugarheim hans; og nú hefst hin eiginlega saga málaralistar hans: mál-
verkin verða skyndilega stór í sniðum, oft afar stór; rétt eins og óbeislað
ímyndunaraflið vildi nú að fá að njóta sín og heimtaði meira pláss svo
höndin sem á penslinum heldur gæti fengið að valsa um; pensillinn geysist
ákafur um yfirborð málverkanna og skilur eftir sérkennilega stemmningu.
Þetta er töfraheimur minninganna: þorp æsku hans, uglur, kýr og hundar
blandast ævintýrapersónum, persónum sem ekki er hægt að greina frá hinu
raunverulega lífi, verur með dýrshaus eða hálfmána í stað mannshöfuðs;
nokkur verk frá þessu tímabili eru full af hamingju og kátínu sem sjaldan
verður vart síðar hjá honum, og því eru þau mér afar kær.
Skyndilega er sem skjálfti fari um þetta gáskafulla landslag, það dregur úr
litagleðinni og Breleur fer inn í skeið sem hann kallar „goðafræði tunglsins“;
á náttmyrkvuðu sviðinu eru aðeins eftir nokkrir leikarar: tunglið, ævinlega
gyllt, í formi láréttrar sigðar; naktir, hauslausir líkamar, dapurlegir eða
afkáralegir, sem klifra upp til tunglsins eða reyna að toga það niður til sín,
eða hanga í því; og svo hundar, vesælir smáhundar sem skæla í sorglegri
nóttinni.
Á næsta skeiði verður svarblá tunglskinsnóttin grá, þetta er ekki lengur
leiksvið afmarkað af jörðinni neðst og tunglinu efst, nú er þetta óendanleik-
44 TMM 1996:1
1