Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Síða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Síða 54
Milan Kundera Rósailmur berst þér að neðan Við drekkum (að vanda) hvítt romm í brúnum sykurlegi, málverkin liggja á víð og dreif um gólfið, fjöldinn allur af málverkum, málverk frá síðustu fjórum, fimm árum, það er að segja ífá öllu lífi hans sem listmálara; því líf hans sem listmálara hófst mjög seint (Breleur var kominn yfir fertugt) og hefur síðan liðið áfram knappt og samþjappað, svona eins og kaflaskipt frásögn. Ég er ekki vel að mér í málverkum hans frá fyrsta skeiðinu, hann lítur á það sem forsögu listar sinnar, eins og inngang; myndefni og form, sem málarinn sækir í afríska list, eru sprottin úr hinu eldforna sameiginlega minni og hann leit á sig sem miðil þess; yfirborði málverkanna er skipt niður í örlitla, nákvæmt og hárfínt teiknaða hluta. Síðan rýfur hans eigin minningasjóður skyndilega hefðina og leggur undir sig hugarheim hans; og nú hefst hin eiginlega saga málaralistar hans: mál- verkin verða skyndilega stór í sniðum, oft afar stór; rétt eins og óbeislað ímyndunaraflið vildi nú að fá að njóta sín og heimtaði meira pláss svo höndin sem á penslinum heldur gæti fengið að valsa um; pensillinn geysist ákafur um yfirborð málverkanna og skilur eftir sérkennilega stemmningu. Þetta er töfraheimur minninganna: þorp æsku hans, uglur, kýr og hundar blandast ævintýrapersónum, persónum sem ekki er hægt að greina frá hinu raunverulega lífi, verur með dýrshaus eða hálfmána í stað mannshöfuðs; nokkur verk frá þessu tímabili eru full af hamingju og kátínu sem sjaldan verður vart síðar hjá honum, og því eru þau mér afar kær. Skyndilega er sem skjálfti fari um þetta gáskafulla landslag, það dregur úr litagleðinni og Breleur fer inn í skeið sem hann kallar „goðafræði tunglsins“; á náttmyrkvuðu sviðinu eru aðeins eftir nokkrir leikarar: tunglið, ævinlega gyllt, í formi láréttrar sigðar; naktir, hauslausir líkamar, dapurlegir eða afkáralegir, sem klifra upp til tunglsins eða reyna að toga það niður til sín, eða hanga í því; og svo hundar, vesælir smáhundar sem skæla í sorglegri nóttinni. Á næsta skeiði verður svarblá tunglskinsnóttin grá, þetta er ekki lengur leiksvið afmarkað af jörðinni neðst og tunglinu efst, nú er þetta óendanleik- 44 TMM 1996:1 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.