Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 58

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 58
Patrick Chamoiseau Opin eyja Þegar Vesturlandabúinn virðir eyjar fyrir sér, einkum þó Antillaeyjar, fær hann paradísarglýju í augun og fmnst óhugsandi að þær geti þjónað nokkr- um öðrum tilgangi en að laða til sín ferðamenn. Þegar hann hefur notið þessarar sýnar um stund er sem augnaráð hans myrkvist: ef sumarfrí sjór sól kynlíf og zougtónlist eru frátalin finnst honum eyjan ákaflega afskekktur staður. Honum finnst eyjarskegginn vera týndur í nið hafsins, fastur á eynni sinni eins og klemmdur inni í uppþornuðu skeldýri, einn og yfirgefmn. Honum finnst hann búa í útjaðri mannlegs samfélags, dálítið staðnaður í sjálfum sér og hefðum sínum, og sífellt minni þátttakandi í þeirri hreyfingu sem hugsuð er sem línulaga framþróun Mannkynsins á meginlandinu. Andi eyjalífsins, andlegt líf eybúans, telur Vesturlandabúinn einskorðað við að læsa allt í bláma himins og hafs. Minn draumur um landið upplýsti mig á allt annan hátt. Þegar fyrstu Landkönnuðirnir komu til Antillaeyja fannst þeim þeir ekki vera komnir á raunverulega jörð, jörð sem átti sér sögu, þjóðir, möguleika. Þeir afmáðu sjálfstæða tilveru þeirra með því að nefna þær Antilles— það er að segja svœði-áður-en-komið-er-til-meginlandsins, nokkurs konar áfanga, þrep, sker, hjóm . .., á leið til byggilegra stranda. Þeir komu við á eyjunum til að birgja sig upp af vatni, gæða sér á villibráð, drepa fæti á landspildu áður en þeir héldu áfram leit sinni að meginlandi Indlands. Þessi skynjun á hlutverki eyjarinnar hefur orðið lífseig í hugarheimi Vesturlandabúa. Þeir líta svo á að eyjasamfélögum (svipað og einhverfu og öðru óláni) sé þröngur stakkur sniðinn í efnahagsmálum, innflutningi, útflutningi, listrænni eða andlegri víðsýni. Vesturlöndin hefðu svo sem mátt eiga sig með þessa sýn og maður hefði getað óskað þeim allra heilla; vandinn er hins vegar sá að þessi hugmynd er ríkjandi í andlegu lífi allra íbúa heimsins — og hún hefur því miður einnig áhrif á hugmyndir okkar. Tökum dæmi af víðfrægum eyjarskeggja, Aimé Césaire, sem ásamt fleir- um er faðir negrahrópsins mikla sem skók undirstöður nýlenduherra og kynþáttahatara um heim allan á sínum tíma. Svo þverstæðukennt sem það 48 TMM 1996:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.