Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 58
Patrick Chamoiseau
Opin eyja
Þegar Vesturlandabúinn virðir eyjar fyrir sér, einkum þó Antillaeyjar, fær
hann paradísarglýju í augun og fmnst óhugsandi að þær geti þjónað nokkr-
um öðrum tilgangi en að laða til sín ferðamenn. Þegar hann hefur notið
þessarar sýnar um stund er sem augnaráð hans myrkvist: ef sumarfrí sjór sól
kynlíf og zougtónlist eru frátalin finnst honum eyjan ákaflega afskekktur
staður. Honum finnst eyjarskegginn vera týndur í nið hafsins, fastur á eynni
sinni eins og klemmdur inni í uppþornuðu skeldýri, einn og yfirgefmn.
Honum finnst hann búa í útjaðri mannlegs samfélags, dálítið staðnaður í
sjálfum sér og hefðum sínum, og sífellt minni þátttakandi í þeirri hreyfingu
sem hugsuð er sem línulaga framþróun Mannkynsins á meginlandinu. Andi
eyjalífsins, andlegt líf eybúans, telur Vesturlandabúinn einskorðað við að
læsa allt í bláma himins og hafs. Minn draumur um landið upplýsti mig á
allt annan hátt.
Þegar fyrstu Landkönnuðirnir komu til Antillaeyja fannst þeim þeir ekki
vera komnir á raunverulega jörð, jörð sem átti sér sögu, þjóðir, möguleika.
Þeir afmáðu sjálfstæða tilveru þeirra með því að nefna þær Antilles— það er
að segja svœði-áður-en-komið-er-til-meginlandsins, nokkurs konar áfanga,
þrep, sker, hjóm . .., á leið til byggilegra stranda. Þeir komu við á eyjunum
til að birgja sig upp af vatni, gæða sér á villibráð, drepa fæti á landspildu áður
en þeir héldu áfram leit sinni að meginlandi Indlands.
Þessi skynjun á hlutverki eyjarinnar hefur orðið lífseig í hugarheimi
Vesturlandabúa. Þeir líta svo á að eyjasamfélögum (svipað og einhverfu og
öðru óláni) sé þröngur stakkur sniðinn í efnahagsmálum, innflutningi,
útflutningi, listrænni eða andlegri víðsýni.
Vesturlöndin hefðu svo sem mátt eiga sig með þessa sýn og maður hefði
getað óskað þeim allra heilla; vandinn er hins vegar sá að þessi hugmynd er
ríkjandi í andlegu lífi allra íbúa heimsins — og hún hefur því miður einnig
áhrif á hugmyndir okkar.
Tökum dæmi af víðfrægum eyjarskeggja, Aimé Césaire, sem ásamt fleir-
um er faðir negrahrópsins mikla sem skók undirstöður nýlenduherra og
kynþáttahatara um heim allan á sínum tíma. Svo þverstæðukennt sem það
48
TMM 1996:1