Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Blaðsíða 59
kann að hljóma, er sjónarhorn Aimé Césaire í frægum ljóðabálki, Cahierd’un
retour au pays nataU, þar sem hann fordæmir nýlendustefnuna, hið sama og
sjónarhorn Vesturlandabúa. Fylgi maður honum línu fyrir línu á leið hans
aftur heim til fæðingareyjar sinnar, Martinique í Antillaeyjaklasanum, rekst
maður fyrst á það að hann lýsir heimasvæði sínu sem „ ... örsmárri bungu
sem titrar nokkraþumlunga yfir sjónarröndinni...“. Síðan,þegar hann fer að
tala um okkur, eyjarskeggjana samlanda sína, sér hann „... nokkrarþúsund-
ir dauðvona fólks sem eigrar um á kúptri skel eyjarinnar...“
Hið örsmáa og þrönga.
Lokuð skel.
En aftar í þessu langa og magnaða ljóði klippir hann hins vegar hastarlega
á hefðina um suðrænu, sykursætu ímyndina þegar hann lýsir Antillaeyjun-
um: „ ... eyjar ör hafsins, eyjar sönnun um sár, þöglar eyjar, formlausar eyjar,
eyjar pappírssnifsi sem sáldrað hefur verið yfir hafið...“.
Skáldin sem aðhylltust Negrahyggjuna svokölluðu, taglhnýtingar og skrifar-
ar-staglarar, átu síðar þessa sýn á eyna upp eftir Césaire. Enda þótt þau reyni
að gefa eyjunum sínum nýtt og aukið gildi eru þau stöðugt að kvarta yfir því
hversu litlar þær séu, hversu mjög þær séu reyrðar í fjötra örlaganna, hvað
þær séu þröngar, hversu mjög skorti þar súrefni. .., í stuttu máli sagt: um
hina háskalegu einangrun-fjarlægð frá heiminum. Og öllu heila klabbinu var
á sínum tíma troðið í allsherjarsekkinn mikla sem gekk út á að fordæma
nýlendustefnuna og okkur var á sínum tíma uppálagt að axla þann sekk án
þess að við vissum almennilega hvað af þessu væri eigin úrkynjun og hvað
eldingum nýlendustefnunnar að kenna. Nú getum við hins vegar lagt sekk-
inn frá okkur, farið í gegnum innihaldið og valið úr.
Negrahyggjan hristi upp í ýmsu í fari okkar sem átti rætur að rekja til
aðdáunar okkar á sigurvegurum Vesturlandanna og firrts undirlægjuháttar
gagnvart hugmyndum íbúa þeirra um heiminn. En sýn Negrahyggjunnar á
eyna, hugmynd hennar um eyjamenninguna, var áfram vesturlensk: eyjan
er enn lokuð, þröng, kæfandi, fjarri öllu.2 Menn láta sér nægja að hafna
paradísarsýninni.
Byltingin hafði aðeins tekist að hluta til.
Saint-John Perse byrjar hins vegar að hreyfa við hlutunum. Gagnrýnend-
ur hafa sýnt fram á það hversu djúpum rótum (öfugt við þá sem vegsömuðu
Negrahyggjuna) bleiknefjinn Perse, sem var afkomandi fyrstu landnemanna,
stendur í kreólamenningu sinni. Alkunna er að skáldasýn hans er mjög lituð
af þessum kreólska eyjaheimi. Þar sem Saint-John Perse var bleiknefji og sem
slíkur í valdastöðu hafði hann algerlega frjálsar hendur gagnvart menningu
kreóla. Hann þurfti ekki að sanna neitt, ekki að ákæra neinn, ekki að afneita
TMM 1996:1
49