Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Síða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Síða 61
myndinni af negranum sem strýkur, en kemst aðeins niður að óyfirstígan- legu hafinu, myndinni af strokunegranum sem stendur uppi á klettahæð við ströndina og horfir út yfir þessi landamæri, en hann vantar lykil til að sleppa undan húsbændum sínum, þrælahöldurunum. Það er líklegt að þrælarnir sem voru hafðir í þrælabúðum, hundeltir af varðhundum og vopnuðum varðmönnum hafi litið hafið sömu augum og fangarnir á Djöflaeyju litu á frumskóginn í Frönsku - Gíneu: þéttur, lifandi varnarveggur sem gleypir bráð sína. Svæði án víðáttu, og frelsis, fyrir þann sem ekki hefur höndlað lykilinn að því. En hugmyndina um hyldýpið er einnig að finna hjá Glissant. Negrinn frá meginlandi Afríku sem liggur hlekkjaður í lestinni á þrælaflutningaskipi kemst fyrst í kynni við hafið um leið og hann gerir sér fullur örvæntingar grein fýrir því að hin afríska jörð fjarlægist óðum. Hann heyrir hvernig aldan lemur kinnunginn, heyrir framandi nið hafdýpisins. Þegar þrælasalarnir (sem skip konungs eltu uppi eftir að þrælasala var bönnuð) sáu að þeir kæmust ekki undan vörpuðu þeir farminum fyrir borð. Og þessi hugmynd um samfellt lag mannslíka á hafsbotninum sem tengir saman allar Antilla- eyjarnar kemur fyrir aftur og aftur í skáldsögum hans, ritgerðum og ljóðum. Hún birtist líka hjá Derek Walcott frá Sankti-Lúsíu og hjá Edward Kamau Brathwaite, skáldinu frá Barbados. The unity is sub-marine segja þeir, heill- aðir. Og hyldýpið sem menn fara yfir við slíkar kringumstæður er dánarstaður íbúa meginlandsins og fæðingarstaður íbúa eyjarinnar, hvort sem hann er hvítur, gulur eða svartur, nýlenduherra eða þræll, minnugur eða minnislaus. Það er þarna sem sýn skáldanna frá Antillaeyjum, þessara eyjaskeggja, og sýn Vesturlandabúa fóru að verða ólíkar. Skáldin grunar óljóst að sýn Vest- urlandabúa sé röng. Þar sem þau búa á eynni eiga þau erfitt með að fella þennan grun í skáldskap. Þau eru ennþá meira og minna föst í hugmyndinni um einangrunina, þrengslin, hjarann, og þau hafa þörf fyrir lag líkanna á hafsbotninum til að greina glöggt hið dulda samband sem þau skynja óljóst. En þegar reynslan af hyldýpinu hefur sundrað hugarheimi þeirra, eins og Glissant hefur útskýrt,4 er hugarheimurinn sem þau nota til að lýsa sjálfum sér, lýsa eynni og sambandi hennar við hafið, skynja hafið sem leið til að ná sambandi, auðugur og fjölbreyttur eins og mósaík. Þau grípa til Afríku, Evrópu, heims indíána, Indlands, Austurlanda nær til að tjá sig... Sem segir sitt um það að þau ættu ekki að finna til minnstu þrengsla, um það hversu staðfastlega ætti að hafna innilokun, víkka heldur út sjóndeildarhringinn og bera höfuðið hátt. Þegar evrópski nýlenduherrann kom til Antillaeyjanna urðu Karíbar á vegi hans, leifarnar af Arawakaþjóðflokknum. Landkönnuðirnir fóru í land TMM 1996:1 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.