Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Síða 62
Patrick Chamoiseau við Kerið í Grímsnesi í september 1995.
og hófust undireins handa við að endurskapa þorpsanda meginlandsins:
stungu niður fána og krossi, helguðu sér land, nefndu það, reistu virki, og
komu fyrir hópi fólks sem myndaði íbúakjarna sem tók sér bólfestu á
staðnum. Karíbar umgengust staði á gerólíkan hátt. Þeir litu ekki á eyjar sem
einangruð fyrirbæri, heldur hluta af eyjaklasa sem þeir flökkuðu um án
afláts. Þeir voru á stanslausri siglingu frá einni eyju til annarrar, eftir því sem
hátíðir, sambönd og atburðir gáfu tilefni til. Rúmskyn þeirra náði til eyja-
klasans alls og smellti víða kossi á varir meginlandsins. Þeir litu svo á að hafið
tengdi, og tengdi saman, hvetti til sambanda. Evrópski nýlenduherrann lokar
sig hins vegar af á eynni: hann er keppinautur annarra nýlenduvelda, hann
reisir virki, býr til landamæri, hampar þjóðfánanum, stíar sundur, skýtur
rótum og helgar ræturnar með trúarbrögðum: hann helgar sér land. Hann
er með rimla útlegðarinnar í höfðinu. Honum finnst hann vera fjarri öllu
því hann er kominn langt frá upprunastað sínum. Hann leggur grunn að
hinni viðteknu hugmynd Vesturlandabúa um það að vera eyjaskeggi. Indíán-
arnir voru fyrst og fremst dreifðir vítt og breitt um eyjarnar og hafið var
lifandi farvegur samskipta milli þeirra. Það skildi ekki sundur heldur tengdi
saman.
(Ég fletti upp í íslendingasögunum í leit að þeirri tilfinningu um eyja-
menningu sem nú er ríkjandi í hugarheimi Vesturlandabúa. Ég fylgdi eftir
þeim Brennu-Njáli, Skalla - Grími, Eiríki rauða og öllum hinum... en hvergi
52
TMM 1996:1