Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 70

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 70
þrjú ár. Á þeim tíma fetaði hann leið sem liggur frá Boccaccio til Flauberts og tókst að taka inn og kreista safann úr evrópskum prósa í þágu menningar sem hafði ekki enn komist í kynni við hann. Bakgrunnur Papadíamandis, áhugamál og hæfileikar gerðu það að verk- um að hann var einkar vel í stakk búinn til að lyfta þessu grettistaki. Hann var kominn af trúræknu og frómu fólki sem iðkaði sína grísk-orþódoxu trú —faðir hans var prestur—og unni bókmenntum mjög þannig að andrúms- loftið á æskuheimili hans var blanda af kviðum Hómers og kristnum sálm- um. Hann var bláfátækur, kunni illa þeim tíðaranda sem krafðist þess að menn stunduðu framapot og leitaði því fljótt skjóls í starfi þýðandans sem veitti honum aðgang að bókmenntaperlum mannkynsins. Hann var mikill háðfugl að eðlisfari og nýttist sá hæfileiki honum síðar við að viða fjölbreyti- legum aðföngum að sér og skrifa upp úr þeim margvíslegar sögur sem varpa ljósi á manneskju sem eftir aldalanga kyrrstöðu er skyndilega varpað út í framandi, ógnarstóra veröld. Papadíamandis var einangraður órafjarri menningu Evrópu, langt frá hinum miklu sögulegu draumórum samtíma síns, hann skipti tíma sínum milli kráar og kirkju, en tókst engu að síður að koma grískum bókmenntum aftur inn á heimskortið. 2. Smásaga frá 1900: Kátt í hverfinu — Er hann dáinn?... er það satt? — Hann var að gefa upp öndina. — Og tók hann sakramentið? — Á að jarða hann með prestum? — Hann lifði ekki nema eitthvað fimmtán tíma. Frá glugga að garðshliði, af verönd uppá flatþak, af jarðhæð uppá efri hæð flögruðu snemma dags þessar vængjuðu samræður milli grannkvennanna. Og mikil hnýsni hvarflaði léttilega um loftið. — Aumingja móðirin! hún grætur og ber sér á brjóst. — Faðirinn, greyið, hann er fjarstaddur. — Og senda þau honum ekki sketi um að koma? — Það er sagt þau hafi sent honum sketi. — Hvar er hann? — I Lívadíu, var mér sagt, eða í Lídóríkí. — í Salóna, ekki í Lívadíu! — Á Santóríní, ekki í Salóna! — Aumingja móðirin, það mæðir allt á henni. — Og var ekkert að sýta æsku sína?... Átján ára piltur, hugsaðu þér bara! 60 TMM 1996:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.