Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Síða 71
— Og fyrirmyndarpiltur! alltaf svo látlaus og alvarlega þenkjandi!
— Honum var ekki einusinni farin að vaxa grön! Og flegði bara frá sér
lífinu!
— Var það í kviðinn?
— Það var ofanvert við magann, í bringuna, rétt hjá brjóstinu.
— í kveðarholið, ekki í bringuna!
— Með hnífi?
— Með hnífi!
— Gat hann að minnstakosti ekki haft vet á að stenga sig í fótinn! sagði
ein.
— Stakk hann sig heima hjá sér?
— Þar uppfrá, hjá Stjörnuturninum.
— Hjá Þeseifshofi, góða mín, ekki Stjörnuturninum!
— Og lifði í fimmtán tíma?
— Einmitt; fráþví í gærdag þangaðtil snemma í morgun.
— Og hvað vakti eginlega fyrir honum? Hann hefur sveimér tekið hlutina
alvarlega.
— Það var þessi stúlka, þessi dökkhærða!
— Sástu hvað hún var svartbrýnd; en falleg, ekki vantar það.
— Hvað var að honum? hvað var að honum? verða ástfanginn af óþveg-
inni og ókembdri stúlkukind sem enmitt var að koma uppúr kjallaraher-
berginu þarsem hún bjó.
— Það var hann Míkalakis sem drapst.
— Hvaða Míkalakis?
— Strákurinn hennar frú Vasilíadú, sem oft fer hér framhjá.
— Á? hann Míkalakis hennar frú Vasilíadú? og afhverju drapst hann?
— Hvaðan kemur þú? Hefurðu ekkert heyrt?
— Nei; afhverju drapst hann?
— Veltu ég segi þér afhverju? Nú, auðvitað fyrir ástina, garmurinn sá
arna.
— Og hverja elskaði hann?
— Er satt að þeir ætli að jarða hann með prestum? Gaf beskupinn leyfi?
— Sjáðu til, hann séra Grígóris sagði við hann: ég gef þér ekki sakramentið
nema þú skriftir ...
— Og hann, hvað sagði hann? Gat hann talað?
— Og hann sagði við hann: Það er engum að kenna, prestur minn; ég
gerði það einsamall. Er ég ekki sjálfráða? Auðvitað var hann sjálfráða.
— Og hann tók það mjög nærri sér? Það er sagt hann hafi elskað hana
fráþví hún var smástelpa.
— Hann elskaði hana frá tólf ára aldri. Fráþví hann var tólf og hún ellefu.
TMM 1996:1
61