Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Blaðsíða 72
— Og hann hrópaði það, enda altekinn af ástríðu: Annaðhvort fæ ég hana,
móðir mín, eða ég farga mér.
— Hann sagði það og gerði það.
— Hvílík ástríða!
— En hún, elskaði hún hann ekki? Þeirri spurningu kastaði fram ókembd
kona, sú sem síðast kom ffá jarðhæðinni og gekk í átt að garðshliðinu þarsem
tvær eða þrjár konur stóðu saman, en aðrar þrjár eða íjórar hliðstæðar
hölluðu sér frammaf háum svölum og gluggakistum, einsog svölur í hreiðr-
um sínum undir þakbrúnunum.
— Þessi líka íyrirmyndarpiltur! synd og skömm!
— Núnú, er sú stutta þá búin að hypja sig úr hverfmu?
— Nanía held ég hún hafi verið kölluð, eða hvað hét hún aftur? Systur-
dóttir hennar frú Panajótú, sem tók hana í fóstur, afþví hún er badnlaus.
— Á! hennar frú Panajótú?
— Svartbrýnd, fölleit, stóreyg, lagleg, aðlaðandi; augu sem gátu myrt
mann.
— Enda myrtu þau einn.
— Hún er farin héðan úr hverfinu með móðir sinni; það eru einir fimm
sex mánuðir.
— Með hvaða móðir? með móðursystir sinni, fósturmóðir sinni.
— Og hvar eru þær núna?
— Hver ætli viti það? I Neapólis, þar efra.
— f Kólónaki, ekki í Neapólis!
— Og hvað með hana, elskar hún hann ekki? spurði aftur sú ókembda.
— Hún var með marga í takinu, stúlkan sú. Ekki við eina fjölina felld.
— Hún getur ekki verið eldri en sextán ára.
— Líklega er hún að nálgast sautjánda árið.
— Sautján, átján, þarumbil...
— Ætli hún fari og gráti við kestuna hans? Skyldi hún fara að gröfinni til
að syrgja hann?
— Og hvenær á að jarða hann?
— Skyldi eiga að vaka yfir honum í nótt? eða ætli þeir fari með hann í dag?
— En er hann í alvöru ekki dauður? Það var sagt hann hefði staðið á
öndinni.
— Hann gaf upp öndina, frú mín góð, það er verið að skipta á honum;
viljið þér að hann verði lífgaður við aftur?
— Æi! veslingurinn hún mamma hans!
* *
*
62
TMM 1996:1