Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 73
Á vinstri hönd, við fyrstu beygju götunnar, í þröngu öngstræti, stóð lítið og
smekklegt hús sem tilheyrði fjölskyldu unga sjálfsmorðingjans.
Fjölskyldan bjó á götuhæð.
Herbergið, þarsem líkið hafði verið lagt til, var búið tveimur gluggum sem
vissu hálfopnir útað götunni.
Fyrir utan, á gangstéttinni, kringum gluggana, hafði myndast þéttur
hálfhringur af konum, götubörnum, grönnum og vegfarendum. Sá látni lá
endilangur á börunum í miðju herbergi með tvær logandi skriðbyttur við
höfðalagið, og móðirin hélt áfram að gráta af mikilli geðshræringu. Átta eða
tíu manns, vinir eða vandamenn, stóðu uppréttir kringum börurnar. Fjórar
eða fimm konur sátu alltumkring.
Vegfarendur námu staðar fyrir utan til að sjá. Konurnar úr nágrenninu
fengu aldrei nægju sína af að glápa, og þær voru látlaust að reyna að þurrka
burt tárin sem runnu svo greiðlega. Það heyrðist muldrað og tautað:
— Æi, hvílík synd um svo ungan mann!
— Hann var ekki að sýta æsku sína!
— Hvernig andlit hans hefur ummyndast!
— Það er einsog hann sofi!
— Já, nú fer hann líklega að tala við okkur!
— Hann ætti nú að tala við hana móður sína og högga hana.
— Ef hann hefði nú bara særst!
— Hann hefði ekki átt að höggva svona fast!
— Hann hefði ekki gert það betur með skammbyssu, ekki víst að kúlan
hefði hæft hann.
— Ef hann hefði tekið eitthvað úr meðalaskápnum til að drekka, þá hefði
þurft gefa honum mótetur! sagði ein.
— Ef hann gleypti brennistein, þyrfti að gefa honum uppsölulyf! sagði
önnur.
— Æi, synd og skömm!
— Ó, blessuð vesalings móðirin!
*
*
Uppá flatþaki stóðu að morgni næsta dags þrjár ungar konur, fjórar eða
fimm litlar stúlkur á aldrinum fimm til tíu ára og ein aldurhnigin kona.
Flatþakið vissi að húsagarðinum, sneri öllu ffemur að vestari dyrunum við
hliðina, suðvesturhorninu og litla klukkuturninum á sóknarkirkju hverfis-
ins.
— Sko, þarna fletja þeir hann!
TMM 1996:1
63
L