Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Blaðsíða 76
— Fara þeir bráðum út með hann, amma?
— Núna, eítir andartak.
Aftur klingdu kveinstafir drengsins, beint fyrir neðan flatþakið.
— Stamatúla, heyrirðu ekki? strákurinn meiddi sig og er að gráta!
— Látum hann gráta; hann svemar þegar ég halla honum frammaf
þakinu, annars sé ég ekki neitt.
— Sko, nú eru þeir að koma út.
— En afhverju senkaði þeim?
— Þeir eru orðnir mjög seinir.
— Æi! hvenær koma þeir út?
— Eigum við eftir að sjá hann, mamma? fæ ég líka að sjá hann?
— Núna eru þeir að koma út.
— En hvernig getur þeim ennþá senkað svona?
— Sko, nú gripu þeir Krossinn, og skriðbytturnar.
— Sko, þeir eru að koma út.
— Sjáiði prestana!
— Sko, nú kemur líkið út.
— Hvar er það, mamma? hvar er það?
— Þarna!
— Æi, svartur, svartur sem hann er orðinn! atli það sé ekki af hnífstung-
unum? blóðið hefur runnið; en hvað það hefur dökknað!
— Ég sé ekki, mamma! ... mamma!
— Sko, þarna; haltu þér fast, ekki halla þér.
— Æ! umkomulausa æska! synd og skömm!
— Vansæl er hún mamma hans, blessunin!
— Þarna er hún; þessi fínlega, þessi svartkædda; hún fer inní vagninn með
tvem öðrum ...
— Hvar er hún, mamma?
— Núna var hún að fara inní kerruna; þær eru að fara!
— Æi! svartklædda móðir!
— Synd og skömm vegna æsku hans!
— Guð forláti honum!
— Guð forláti honum!
* *
*
Og raunum hins ólánssama látna unglings átti brátt eftir að ljúka.
Hann kvaddi í von um að fmna minni hnýsni í öðrum heimi.
SigurðurA. Magnússon þýddi úr grísku
66
TMM 1996:1