Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Page 81

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Page 81
nýju andrúmslofti...stöðugt tilbrigði, gríðarstór kviksjá, nokkurs konar mósaíkskáldsaga. Sem betur fer höfðu aðrir skáldsagnahöfundar á undan honum smátt og smátt sett okkur inn í þessa skemmtilegu og leikrænu fagurffæði sem er vitaskuld öndverð við „trúverðugleika“ og „söguhyggju“ 19. aldarinnar. Ég held að slík leið, slík nálgun á Papadíamandis, tilraun til að líta á hann sem sérstakt þróunarstig innan hins evrópska prósa geti orðið til þess að kveikja áhuga útlendinga á honum. Og þá getum við líka farið að lesa hann af mun meiri áhuga og með minni helgislepju. 4. Prósasnillingur Hvað er svona sérgrískt við smásöguna sem við vorum að lesa? Fyrst og fremst nöfn persóna, borga og staða. Síðan örfá atriði þar sem málið er afbakað. Þau segja til dæmis „sketi“ í staðinn fyrir „skeyti“, en slíkt tapast að nokkru í þýðingum. Og loks sú blanda mállýska sem einkennir það andrúmsloft sem ríkir í þessum hópi sveitafólks héðan og þaðan frá Grikk- landi sem hefur sest að í úthverfi Aþenu sem þá hafði nýlega verið valin höfuðborg landsins; fólkið er farið að missa upprunaleg málfarseinkenni sín en er þó enn ekki orðið einsleitt. Grískir gagnrýnendur tína til slíka erfiðleika við millifærslur í því skyni að halda Papadíamandis innan marka þjóðarinnar. Nokkrir gallharðir unn- endur Papadíamandis, eins og Octave Merlier og Michel Saunier, töldu sig geta leyst þetta vandamál með því að gefa meiri upplýsingar: um grísk-or- þódoxu kirkjuna, trúrækni höfundar, eymdarlífið sem hann lifði; eða þá upplýsingar um Grikkland á hans tíð, upplýsingar af félagslegum og sagn- fræðilegum toga. En það hefur ekki nægt til að gera Papadíamandis aðgengi- legri fyrir erlenda lesendur. Ég er þeirrar skoðunar að vanþekking á aðstæðum hans, landi eða tímabili sé ekki ástæðan fýrir því að þessi mikli höfundur er enn óþekktur utan heimalands síns. Það má endalaust bæta við þá vitneskju, list Papadíamandis verður mönnum jafn hulin sem fyrr. Því það er ekki það gríska sem máli skiptir og einkennir verk Papadíamandis, heldur einmitt þvert á móti: ákveðin tegund grísks eðlis er króuð af, höndluð í verkum Papadíamandis; ákveðinn hluti Grikklands sem ella hefði aldrei' verið afhjúpaður, heldur haldið áfram að vera möguleiki, birtist í þessu einstaka verki. Ákveðið Grikkland sem hvorki hefði verið hægt að koma auga á né lýsa fyrir hans daga og á kannski eftir að verða ósýnilegt um alla framtíð. Ég skal útskýra mál mitt nánar. Tokum smásöguna hér að framan sem TMM 1996:1 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.