Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Síða 81
nýju andrúmslofti...stöðugt tilbrigði, gríðarstór kviksjá, nokkurs konar
mósaíkskáldsaga. Sem betur fer höfðu aðrir skáldsagnahöfundar á undan
honum smátt og smátt sett okkur inn í þessa skemmtilegu og leikrænu
fagurffæði sem er vitaskuld öndverð við „trúverðugleika“ og „söguhyggju“
19. aldarinnar.
Ég held að slík leið, slík nálgun á Papadíamandis, tilraun til að líta á hann
sem sérstakt þróunarstig innan hins evrópska prósa geti orðið til þess að
kveikja áhuga útlendinga á honum. Og þá getum við líka farið að lesa hann
af mun meiri áhuga og með minni helgislepju.
4. Prósasnillingur
Hvað er svona sérgrískt við smásöguna sem við vorum að lesa?
Fyrst og fremst nöfn persóna, borga og staða. Síðan örfá atriði þar sem
málið er afbakað. Þau segja til dæmis „sketi“ í staðinn fyrir „skeyti“, en slíkt
tapast að nokkru í þýðingum. Og loks sú blanda mállýska sem einkennir það
andrúmsloft sem ríkir í þessum hópi sveitafólks héðan og þaðan frá Grikk-
landi sem hefur sest að í úthverfi Aþenu sem þá hafði nýlega verið valin
höfuðborg landsins; fólkið er farið að missa upprunaleg málfarseinkenni sín
en er þó enn ekki orðið einsleitt.
Grískir gagnrýnendur tína til slíka erfiðleika við millifærslur í því skyni
að halda Papadíamandis innan marka þjóðarinnar. Nokkrir gallharðir unn-
endur Papadíamandis, eins og Octave Merlier og Michel Saunier, töldu sig
geta leyst þetta vandamál með því að gefa meiri upplýsingar: um grísk-or-
þódoxu kirkjuna, trúrækni höfundar, eymdarlífið sem hann lifði; eða þá
upplýsingar um Grikkland á hans tíð, upplýsingar af félagslegum og sagn-
fræðilegum toga. En það hefur ekki nægt til að gera Papadíamandis aðgengi-
legri fyrir erlenda lesendur.
Ég er þeirrar skoðunar að vanþekking á aðstæðum hans, landi eða tímabili
sé ekki ástæðan fýrir því að þessi mikli höfundur er enn óþekktur utan
heimalands síns. Það má endalaust bæta við þá vitneskju, list Papadíamandis
verður mönnum jafn hulin sem fyrr. Því það er ekki það gríska sem máli
skiptir og einkennir verk Papadíamandis, heldur einmitt þvert á móti:
ákveðin tegund grísks eðlis er króuð af, höndluð í verkum Papadíamandis;
ákveðinn hluti Grikklands sem ella hefði aldrei' verið afhjúpaður, heldur
haldið áfram að vera möguleiki, birtist í þessu einstaka verki. Ákveðið
Grikkland sem hvorki hefði verið hægt að koma auga á né lýsa fyrir hans
daga og á kannski eftir að verða ósýnilegt um alla framtíð.
Ég skal útskýra mál mitt nánar. Tokum smásöguna hér að framan sem
TMM 1996:1
71