Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Qupperneq 88

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Qupperneq 88
Þótt ýmsu sé til að jafna er Haraldur Clayton eflaust misskildasta séní sem ég hef fyrirhitt. Og þótt hann af einhverri þráhyggju eða enn einum misskilningi lífs síns léti ekkert tækifæri ónotað til að sækja íslendinga heim, þá var það sennilega þetta kaldlynda og sjálfumglaða norðurhjarafólk sem misskildi hann allra mest. Einhvers staðar í útlöndum, kannski í milljónaborgum þar sem manngrúinn er slíkur að engin manngerð er svo aum að hún finni sér ekki einhverja samherja; í slíkum samfélögum held ég að Haraldur Clayton hefði átt auðveldara uppdráttar og jafnvel hitt gott fólk sem hefði verið fúst að skilja list hans og meta að verðleikum tilfinningahitann, angistina og fátæktarbaslið sem fór í að skapa hana. En á íslandi var slíku ekki til að dreifa. Hér var varla nema einn maður sem Haraldur áleit að væri gæddur nægu innsæi til að skilja list hans til fullnustu. Það var nafntogaður alþýðlegur fræðimaður sem hafði með margslungnum útreikningum búið til kenningu um að íslendingar hefðu á einhvern hátt tekið þátt í byggingu Keopspíramíðans. Haraldur heimsótti fræðimanninn reglulega og lék fyrir hann á píanó, en fræðimaðurinn útlistaði kenninguna fyrir Haraldi. Þetta var gagnkvæmt samkomulag sem báðum líkaði vel; þegjandi sátt um að Haraldur skildi kenningu fræðimannsins og fræðimaðurinn tónlist Haralds. En þegar öllu er á botninn hvolft var þetta kannski bara önnur og fágaðri útgáfa af skilningsleysinu sem var hlutskipti þeirra beggja. Að vísu skein frægðarsól Haralds Clayton stutta hríð þegar hann kom fyrst til íslands fyrir einum þrjátíu árum. En á þeim tíma voru samgöngur hingað strjálar og íslenska intelligensían ekki orðin jafn veraldarvön og síðarmeir, heldur tók hún öllum útlendingum sem sýndu íslandi þá vinsemd að koma hingað eins og þar væru heims- frægir virðingarmenn á ferð. * * * Þetta var á þeim tíma þegar listamaður frá Kóreu sýndi á sér rassinn á tónleikum í Tjarnarbæ og þótti sumum marka ákveðin tímamót í íslensku menningarlífi. Það urðu blaðaskrif um málið og mikill hávaði, en róttækum listamönnum fannst að þar hefði íslenska borg- arastéttin fyrir fullt og allt afhjúpað tepruskap sinn og djúprætt aftur- haldseðli. 78 TMM 1996:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.