Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Page 89

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Page 89
Á þessum árum bjó listin ekki við vinsamlegt afskiptaleysi eða hálfvelgjulegt umburðarlyndi, heldur stóð yfir styrjöld um stefnur og strauma sem flestir eru löngu búnir að gleyma. Ungir og hugmynda- ríkir listamenn kepptust við að brjótast út úr betri stofunum og undan forpokun þess sem seinnameir var uppnefnt útkjálkafstraktið. Þeir blésu á boð og bönn; sumir íslensku framúrstefnulistamennirnir hefðu verið þess albúnir að láta lífið fyrir rétt Kóreumannsins til að gyrða niður um sig á tónleikum — og jafnvel líka fyrir rétt Haralds Clayton til að spila á píanó. Það var semsagt á þessum gullaldartíma að Haraldur Clayton kom í fyrsta skipti til íslands. Það var heldur engin tilviljun að hann birtist hér; Haraldur var búinn að ákveða að hér á landi væru heimkynni hins kosmíska anda sem hann leitaði svo ákaft, næsti bær við sjálft almætt- ið, og engu saman að jafna nema Himalæjafjöllum, Keopspíramíðan- um og ef til vill ákveðnu götuhorni í fæðingarborg hans, Toronto í Kanada. Fyrstu kunningjum Haralds á fslandi þótti gott að heyra að hann elskaði land og þjóð, og þegar hann sagðist líka hata ísland, heyrðist þeim að þarna væri skynugur maður á ferð. Svona leið þeim einmitt. Þeir hylltu hann. Þeir báru hann á höndum sér. Þeir buðu honum í samkvæmi og héldu honum tónleika. Hann var einn af þeim. Það var skrifað í blöðin um þennan sérstæða og góða íslandsvin. En þegar hann kom hingað í annað sinn, þriðja sinn, fjórða sinn, tóku gömlu samherjarnir að forðast hann eins og pestina. Þeir hættu að svara í síma þegar hann var á landinu. Þeir vildu ekki hitta hann, en allra síst vildu þeir hitta sjálfa sig eins og þeir voru þegar þeir umgengust Harald Clayton. Hann hafði ekkert breyst, ekki hót, en þeir höfðu breyst og sáu núorðið að hann var ekki jafn ágætt eintak af nýjustu heimsmenningunni og þeir héldu forðum. Þeir höfðu farið til útlanda og voru orðnir miklir af sjálfum sér og ferðalögum sínum, og vissu sem rétt er að það er mikil heppni að vera íslendingur á tíma listamannalauna, en ekki til dæmis á þjóðveldisöld þegar menn höfðu ekki annað við að vera en að komast vel að orði eða á tíma vistabands- ins þegar þeir hefðu verið settir í þrælkunarvinnu fyrir listhneigðina. Haraldur var líka yfirgengilega uppáþrengjandi. Hann keðjureykti kamelsígarettur með heiðgulum fíngrum, talaði án afláts og aldrei um neitt nema sjálfan sig, titraði allur og skalf af hugaræsingi, hóstaði og hlustaði aldrei á neinn. Honum lá einfaldlega svona mikið á hjarta. TMM 1996:1 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.