Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Blaðsíða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Blaðsíða 91
Þetta var góður hópur þar sem sumir töluðu eitt, aðrir eitthvað allt annað, enn aðrir sögðu fátt, sumt var talað úr samhengi og annað í samhengi, og með höppum og glöppum að samtöl okkar næðu að snertast, en við ungu mennirnir frekar efins um allt. * * * í þennan ágæta hóp bættist semsagt Haraldur Clayton í vetrarbyrjun 1979. Og hann var hjartanlega velkominn. Fastagestirnir í Stúdenta- kjallaranum fóru ekki í manngreinarálit. Við ungu gáfnaljósin þótt- umst náttúrlega sjá í gegnum allt, en fannst nokkuð fróðlegt að heyra Harald vaða elginn um kynni sín af forystumönnum bítnikka í Am- eríku. Sjálfur var Haraldur líka frambærilegasta eintak af bítnikka sem við höfðum séð; með sítt grátt hárið bundið í tagl, andlitið rúnum rist af volki, aleiguna í gamalli skjóðu, hlaupandi á eftir einhverri mein- loku yfir meginlönd heimsins. Við skildum heldur ekki betur en hann væri gamall sálufélagi allra bítnikkanna sem við vorum að lesa í pappírskiljum: Allen Ginsberg, Jack Kerouac, Neal Cassidy, William Burroughs, Gregory Corso. Og þegar hann fór að útlista lífsfílósófíu sína sperrtu þeir eyrun heimspekineminn og óbóleikarinn, sem báðir voru náttúraðir fyrir andleg málefni. „Ég kveiki mér í sígarettu,11 sagði Haraldur, seildist í winstonsígar- ettu úr pakka, braut af filterinn með leikrænum tilþrifum og kveikti í: „og eftir sex vikur verður eldgos á Kamtsjatka.“ Heimspekineminn hlustaði með athygli; hann hafði áhyggjur af því að rökhyggjumennirnir í Háskóla íslands næðu ekki að fylla tóma- rúmið í lífi sínu og var móttækilegur fyrir nýjum sannindum. Haraldur saug lina sígarettuna með áfergju. „Á þessu augnabliki hósta ég í Reykjavík.“ Haraldur hóstaði þannig að beinaber líkaminn nötraði. „Á sunnudaginn verður skelfilegur jarðskjálfti í Kína.“ Fastagestirnir í Stúdentakjallaranum hlustuðu af áhuga. ,AJh er afleiðing af einhverri afleiðingu sem er afleiðing af einhverri afleiðingu,“ sagði hann eins og til skýringar. Heimspekineminn sem hafði fengið þjálfun í að hugsa á þessum nótum bætti um betur: TMM 1996:1 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.