Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Qupperneq 91
Þetta var góður hópur þar sem sumir töluðu eitt, aðrir eitthvað allt
annað, enn aðrir sögðu fátt, sumt var talað úr samhengi og annað í
samhengi, og með höppum og glöppum að samtöl okkar næðu að
snertast, en við ungu mennirnir frekar efins um allt.
* * *
í þennan ágæta hóp bættist semsagt Haraldur Clayton í vetrarbyrjun
1979. Og hann var hjartanlega velkominn. Fastagestirnir í Stúdenta-
kjallaranum fóru ekki í manngreinarálit. Við ungu gáfnaljósin þótt-
umst náttúrlega sjá í gegnum allt, en fannst nokkuð fróðlegt að heyra
Harald vaða elginn um kynni sín af forystumönnum bítnikka í Am-
eríku. Sjálfur var Haraldur líka frambærilegasta eintak af bítnikka sem
við höfðum séð; með sítt grátt hárið bundið í tagl, andlitið rúnum rist
af volki, aleiguna í gamalli skjóðu, hlaupandi á eftir einhverri mein-
loku yfir meginlönd heimsins. Við skildum heldur ekki betur en hann
væri gamall sálufélagi allra bítnikkanna sem við vorum að lesa í
pappírskiljum: Allen Ginsberg, Jack Kerouac, Neal Cassidy, William
Burroughs, Gregory Corso.
Og þegar hann fór að útlista lífsfílósófíu sína sperrtu þeir eyrun
heimspekineminn og óbóleikarinn, sem báðir voru náttúraðir fyrir
andleg málefni.
„Ég kveiki mér í sígarettu,11 sagði Haraldur, seildist í winstonsígar-
ettu úr pakka, braut af filterinn með leikrænum tilþrifum og kveikti
í: „og eftir sex vikur verður eldgos á Kamtsjatka.“
Heimspekineminn hlustaði með athygli; hann hafði áhyggjur af því
að rökhyggjumennirnir í Háskóla íslands næðu ekki að fylla tóma-
rúmið í lífi sínu og var móttækilegur fyrir nýjum sannindum.
Haraldur saug lina sígarettuna með áfergju.
„Á þessu augnabliki hósta ég í Reykjavík.“ Haraldur hóstaði þannig
að beinaber líkaminn nötraði. „Á sunnudaginn verður skelfilegur
jarðskjálfti í Kína.“
Fastagestirnir í Stúdentakjallaranum hlustuðu af áhuga.
,AJh er afleiðing af einhverri afleiðingu sem er afleiðing af einhverri
afleiðingu,“ sagði hann eins og til skýringar.
Heimspekineminn sem hafði fengið þjálfun í að hugsa á þessum
nótum bætti um betur:
TMM 1996:1
81