Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 93

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 93
var heimilisvinur í bílskúrnum sagðist vilja mála portrett af Haraldi. Óbóleikarinn hafði á orði að sjónvarpið yrði að vita af þessu. * * * Svona var lífið í Stúdentakjallaranum næstu vikurnar. Milli þess að Haraldur framdi list sína og lagði út af lífsfílósófíunni, var hann sýknt og heilagt að reyna að ná sambandi við gamla vini út í bæ. Þeir voru aldrei heima þótt hann gengi milli húsa og hringdi án afláts. En það voru svosem engin nýmæli að líf Haralds væri ekki dans á rósum, enda fór hann ekki leynt með þá sannfæringu sína að heimurinn væri í meginatriðum óréttlátur. Það var orðin óskráð húsregla í Stúdenta- kjallaranum að þegar Haraldur Clayton kom þangað var stranglega bannað að tala um neitt annað en Harald Clayton, erfiðleika hans og list. Þegar drykkjufélagarnir reyndu að koma honum í skilning um að hörð lífsbaráttan væri þeim heldur ekki alveg framandi, brást hann reiður við og hrópaði með dramblæti þess sem þekkir mikla ósigra: „Hvað eruð þið að segja mér fyrir verkum! Vitið þið hvað það er að vera svangur? Nei, þið fslendingar vitið ekki hvað það er að svelta! Ég hef þurft að skúra gólf í heilt ár! Hvenær hafið þið þurft að skúra gólf!?“ Svo stökk hann á píanóið til að túlka þessa tilfinningu. Hin kyrrláta veislugleði í Stúdentakjallaranum dvínaði. Hafi kenn- ing Haralds um fiðrildin og fellibylinn átt við einhver rök að styðjast, var almenn óþolinmæði vegna veru hans í Stúdentakjallaranum orðin slík að einhverjar skelfilegar hamfarir gátu ekki verið langt undan. Við ungu gáfnaljósin vorum búnir að komast að því að Haraldur þekkti Ginsberg, Kerouac, Burroughs og Cassidy ekki neitt, hann hafði ekki einu sinni lesið bækurnar þeirra, heldur hafði hann eitt sinn séð um þá aukamynd í kvikmyndahúsi í Toronto, en Corso hafði reyndar hent honum út úr partíi í New York. Olav hinn norski var farinn að herða drykkjuna til muna og skar nú oftar í puttana á sér en í trébrúðurnar, hann lét þess getið að ef fólk í fjölskyldu sinni byrjaði á annað borð að drekka, þá drykki það sig undanbragðalaust í hel. Mario velti því fyrir sér hvort hann gæti ekki með góðri samvisku sleppt íslenskunni og látið öll hin tungumál heimsins nægja. Óbóleikarinn talaði um að TMM 1996:1 83
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.