Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Page 93
var heimilisvinur í bílskúrnum sagðist vilja mála portrett af Haraldi.
Óbóleikarinn hafði á orði að sjónvarpið yrði að vita af þessu.
* * *
Svona var lífið í Stúdentakjallaranum næstu vikurnar. Milli þess að
Haraldur framdi list sína og lagði út af lífsfílósófíunni, var hann sýknt
og heilagt að reyna að ná sambandi við gamla vini út í bæ. Þeir voru
aldrei heima þótt hann gengi milli húsa og hringdi án afláts. En það
voru svosem engin nýmæli að líf Haralds væri ekki dans á rósum, enda
fór hann ekki leynt með þá sannfæringu sína að heimurinn væri í
meginatriðum óréttlátur. Það var orðin óskráð húsregla í Stúdenta-
kjallaranum að þegar Haraldur Clayton kom þangað var stranglega
bannað að tala um neitt annað en Harald Clayton, erfiðleika hans og
list. Þegar drykkjufélagarnir reyndu að koma honum í skilning um að
hörð lífsbaráttan væri þeim heldur ekki alveg framandi, brást hann
reiður við og hrópaði með dramblæti þess sem þekkir mikla ósigra:
„Hvað eruð þið að segja mér fyrir verkum! Vitið þið hvað það er að
vera svangur? Nei, þið fslendingar vitið ekki hvað það er að svelta! Ég
hef þurft að skúra gólf í heilt ár! Hvenær hafið þið þurft að skúra
gólf!?“
Svo stökk hann á píanóið til að túlka þessa tilfinningu.
Hin kyrrláta veislugleði í Stúdentakjallaranum dvínaði. Hafi kenn-
ing Haralds um fiðrildin og fellibylinn átt við einhver rök að styðjast,
var almenn óþolinmæði vegna veru hans í Stúdentakjallaranum orðin
slík að einhverjar skelfilegar hamfarir gátu ekki verið langt undan. Við
ungu gáfnaljósin vorum búnir að komast að því að Haraldur þekkti
Ginsberg, Kerouac, Burroughs og Cassidy ekki neitt, hann hafði ekki
einu sinni lesið bækurnar þeirra, heldur hafði hann eitt sinn séð um
þá aukamynd í kvikmyndahúsi í Toronto, en Corso hafði reyndar hent
honum út úr partíi í New York. Olav hinn norski var farinn að herða
drykkjuna til muna og skar nú oftar í puttana á sér en í trébrúðurnar,
hann lét þess getið að ef fólk í fjölskyldu sinni byrjaði á annað borð
að drekka, þá drykki það sig undanbragðalaust í hel. Mario velti því
fyrir sér hvort hann gæti ekki með góðri samvisku sleppt íslenskunni
og látið öll hin tungumál heimsins nægja. Óbóleikarinn talaði um að
TMM 1996:1
83