Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Page 94

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Page 94
fara í bindindi og lét sig hverfa með þeim orðum það væri ekki samboðið sér að hlusta lengur á tónlistarmann sem kynni ekki að lesa nótur. Eigendur Stúdentakjallarans töluðu um það í hálfum hljóðum að Haraldur gæti fælt venjulegt fólk frá staðnum. Erfiðasta niðurlægingin var þó þegar Haraldur komst ekki að píanóinu heilt kvöld vegna þess að Haraldur Blöndal og Ingólfur Mar- geirsson höfðu lagt undir sig hljóðfærið og sungu saman nasistasöngva. Mestöll gleði og gagnkvæm hrifning var líka úr sögunni í bílskúrn- um við Holtsgötu. Heimspekineminn kunni reyndar ekki við að hafa á því orð en hann var hættur að geta sofið á nóttinni fyrir hóstakjöltr- inu í Haraldi. Á daginn varð hann fyrir sífelldu ónæði við bóklestur. Haraldur hafði ráðist á gamlan mann í gefjunarúlpu sem kom til að lesa á mæli í bílskúrnum og ásakað hann um að njósna um sig. Hann hafði umhverfst þegar heimspekineminn rétti honum innkaupanet og ætlaði að senda hann út í búð eftir mjólk: „Það verður aldrei neitt úr fólki sem er alltaf að fárast yfir matmálstímum!11 æpti Haraldur svo litli bílskúrinn ætlaði að springa. Heimspekineminn var fullur af hljóðlátri og kurteisri örvæntingu, og var að gefast upp á hinstu rökum tilverunnar og sagðist kannski ætla að fara að leita að sjálfum sér í heimahögunum fyrir norðan. En bítskáldið sem var búið að drekka í öllum foraðsknæpum heims- ins og vissi allt um allar ónáttúrur undir sólinni; hann lét sig hverfa á vit nýrrar málverkasýningar sem fékk þá umfjöllun í blöðum að þar væri sköpuð list eins og af opnum og einlægum barnshuga, rétt eins og stórt barn héldi á pensli. Það var aðeins ein mynd sem stakk í stúf og vakti spurn gagnrýnenda; mitt á milli náttúrumikilla verka af barneignalegum stúlkum í gulum sumarkjólum var hálfkarað portr- ett, sem reyndar var ekki mikið meira en grár hárbrúskur í einu horni, en annars bara stór formlaus klessa, eins og hefði verið kreist af alefli úr ótal málningartúpum. Að lokum tók einhver sig til og læsti píanóinu í Stúdentakjallaran- um. Þrátt fyrir mikla eftirgrennslan fannst lykillinn ekki. Það var heldur ekki neitt rósavín að hafa lengur nema fyrir beinharða peninga. * * * En Haraldur Clayton hafði séð það svartara. Gamall kunningi hans, 84 TMM 1996:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.