Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 105

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 105
sögnum sem aumir menn eru nú farnir að endursegja sjálfum sér til minnk- unar. Yfir þorpinu gnæfðu fjöll þau sem heita Dyrfjöll, og ágætasti listmálari landsins, barnfæddur á staðnum, hafði málað frá ýmsum hliðum (ég þori ekki að segja öllum!). Ég las Shakespeare; í íbúðinni íyrir ofan mig bjó sóknarpresturinn, sem kunni best við sig í láréttri stellingu; hann messaði þrisvar á ári, kannski fjórum sinnum. Hann hafði misst trú á allt, nema kannski Guð. En ég hætti ekki við Shakespeare fyrr en ég gat lokað bókinni með sæmilega góðri samvisku. Hvað tók það marga mánuði? Bágast átti ég með sonnetturnar: að hverju beindist öll þessi ást? Að þessu loknu var ég óttalega umkomulaus, vissi í raun ekkert hvað ég átti af mér að gera. Eina hljóðið sem ég heyrði var brakið í sóffanum prestsins þegar hann bylti sér í guðdómleika sínum. Þrautalendingin var sú að ganga á Dyrfjöll. En það mátti ég ekki gera að degi til; það mátti ekki sjást, ímyndaði ég mér, því ég vissi ekki til að neinn í plássinu hefði klifið fjallið, og mér hefði verið ólíft á staðnum eftir þvílíka flónsku, ef ekki helgispjöll. Ég lagði á stað eftir að allir væru sofnaðir. Þetta var hálfgildings huldu-ganga, hvað hún tók langan tíma man ég ekki, en hún var býsna erfið. Ég mátti bíta á jaxlinn áður en ég komst upp í skarðið á milli hinna tveggja háu tinda (af þeim dregur fjallið nafnið?), og þurfti ég nú að velja milli þess sem lægri var og hins sem var hærri. Ég hefði vel getað valið þann lægri, og logið svo til um að hafa gengið á þann hærri. En ég kaus heldur að geta sagt satt (er það ekki hollast!). Að endingu sat ég á kollóttum steini uppi á tindinum. Ég leit yfir þetta litla pláss, þessi sælu hús þar sem mennirnir önduðu, yfir álfaborgirnar sem kraumuðu af ósýnilegu lífi, og út á hafið, endalaust, úfið hafið, djúpt og kalt, og ég tautaði fýrir munni mér sonnettu Baudelaires: Maður og haf. Dulir í skapi þið eruð og eðlið torrætt: IV Heimkominn, eftir þessa endurskírn, og langan svefn, var Fyrsta bókin af stórvirki Rabelais komin sjálfkrafa upp á borðið mitt. Ég var lengi að þýða formálann; ekki síst upphafsorðin. Vitaskuld er fullkominn ógerningur „að þýða“ bók, eins og það er ekki unnt að „gagnrýna“ bók án þess að umskapa hana. Mín aðferð var sú að ég reyndi að setja mig í spor höfundarins og finna samsvaranir í samtíð minni. Hata það í samtíð minni sem hann hafði hatað, TMM 1996:1 95
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.