Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Page 107
Geirlaugur Magnússon
Gamall vöndur
Þegar daginn styttir og nýtt lesmál flæðir yfir búðarborð jafnt í menningar-
auðugum bókahöllum sem menningarsnauðum stórmörkuðum vaknar sú
spurning hvert gagn sé að ritdómum. Þeir eru svo margir og svo misjafnir,
svo misvel grundaðir og oft óljóst af hvaða hvötum eru sprottnir. Sumir
virðast hrein auglýsing eða vinargreiði, aðrir upplýsandi, sumir hvetjandi og
stundum hvarflar að manni að skammdegismyrkrið hafi vakið upp forynjur
öfundar og illvilja. En allt slíkt eru vitanlega getsakir einar. Og svo eru einnig
til fleiri forynjur. Til að mynda forynjur vana, forheimskunar og affurhalds.
En nóg um það.
Einstaka sinnum hendir það einnig að ritdómar íjalla um eitthvað allt
annað en þeir gefa sig út fyrir. Ekki síst þegar ritdómarar svona rétt eins og
við aðrir dauðlegir og breyskir menn finna hjá sér hvöt til að betrumbæta
heiminn. Ekki mun af veita. Hið furðulega er að í slíkum tilfellum verður
viðkomandi oftast hendi næst að hverfa aftur til fortíðarinnar um fyrir-
myndir. Þó er mér tjáð að einnig í þeirri gylltu fortíð hafi verið uppi þeirra
líkar sem lofuðu gyllta fortíð og þannig koll af kolli. Minnir þetta óneitanlega
á ágæta sögu um þá Einbjörn, Tvíbjörn, kerlinguna og rófuna. Ekki hirði ég
um að rekja þá sögu alla.
í skammdegishefti TMM ritar Haukur nokkur Hannesson um ljóðabók
ísaks Harðarsonar, Stokkseyri. Slíkt telst vart til tíðinda og enn síður andmæla
væri um ritdóm að ræða. En því fer fjarri að svo sé. Hauki er allt annað í hug
og eflaust að eigin áliti þarfara viðfangsefni. Tekst ekki lítið í fang og hefur
rifið upp hrís til að hirta yngstu kynslóð ljóðskálda, gítarkynslóðina sem
hann nefnir svo. Slíkt telst heldur vart til nýmæla, það hefur gjarnan þótt
þarft að hirta þá yngstu, líklega í þeirri von að frá þeim væri nokkurrar
betrunar von. Ekki verður þó sagt að Haukur hafi rifið upp úr nýræktinni í
því skyni þegar hann batt vöndinn. Er einna líkast að ritdómarinn hafi lent
inn í tímavél sem hafi varpað honum aftur á bak í tíma, mér er tjáð að slík
brögð tíðkist mjög í unglingaframleiðslu draumafabrikkunnar í Hollywood
og má segja að sé við hæfí þegar ráðist er gegn unglingadrekanum.
En þetta veldur því að öll verður ritsmíð Hauks hin undarlegasta. Þegar
TMM 1996:1
97