Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Page 109
Þorgeir Þorgeirson
Um sannindin og sparifataþjóðina
bréf til Friðriks Rafnssonar
Kæri Friðrik
Veistu hvað mér finnst svo undarlegt með frægt fólk?
Viðtöl fjölmiðlanna við það snúast aldrei um starfsvið þess og þekkingu,
heldur er það látið nota áhrif sín til að gefa yfirlýsingar um hluti, sem það
hefur enga þekkingu á. Hefur þú ekki tekið eftir þessu líka? Hver ætli
tilgangurinn sé?
Ég man til að mynda eftir því, að væri maður staddur í London á sjöunda
áratugnum — um það bil sem Bítlarnir voru nýbúnir að vinna sig upp úr
rennusteinum Liverpoolborgar og orðnir viðurkennd stórskáld — þá var
eins víst að fréttamenn þeirrar virðulegu stofnunar BBC væru einmitt að
ræða alþjóðapólitík við Ringó Starr eða John Lennon, þegar maður opnaði
fýrir fréttarásina á morgnana.
Og Molbúaviskan um alþjóðastjórnmálin rann upp úr þessum strákum
gegnum BBC ofan í bresku þjóðina á meðan hún bruddi morgunbeikonið
sitt.
En það er nú svo margt skrítið í kýrhausnum.
Þetta ri^ast svona upp fýrir mér við lestur 3. heftis TMM 1995. Þar er
stórskáldaviðtal við gagnfræðaskólakennara, sem hefúr í röskan aldarþriðj-
ung sýnt elju við að skrifa texta með ójöfnum línum hægra megin og telst
því réttilega stórskáld, enda er verið að hafa við hann stórskáldaviðtal, eins
og ég sagði.
Allt er þetta gott og blessað og ba’ra eðlilegt að flestu leyti.
Nema hvað stórskáldaviðtöl fjalla minnst um skáldskap eða aðra þá hluti,
sem skáldin kunna einhver skil á. Ekki fremur en viðtölin við Bítlana fjölluðu
um popptexta á sínum tíma.
Hvernig heldur þú að standi á þessu?
Allt í einu er stórskáldið frá Sauðárkróki farið að úttala sig um kvikmynda-
söguleg atriði. Og skilgreina dálítið sérstakan hóp í íslenskri kvikmyndasögu.
Hann segir:
TMM 1996:1
99