Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 113

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 113
forystumennina og maka þeirra í hátíðaklæðum í lokahófi. Báðir aðilarnir misstu allan áhuga á myndefninu, þegar í ljós kom að sumir höfðu verið góðglaðir á samkomunum. Ekkert þó umfram það sem mannlegt verður að teljast. En mannlegir eiginleikar eins og þeir koma fyrir eiga víst, að dómi þessara herra, ekkert erindi á filmu. Það er nú líklega mergurinn málsins. Iðnaðarmannahátíðin brann, held ég, með Iðnaðarbankanum en ASÍ hátíðin gæti legið einhvers staðar í drasli. Og má raunar einu gilda. Góðglaðir fyrirmenn eru viðfangsefni, sem ekki breytist mikið, svo alltaf má bæta fyrir glötun þessara búta með nýjum filmubröndurum. Hitt fannst mér öllu ófyndnara hversu viðbrögð forráðamanna hinna andstæðu stétta voru nauðalík. Á hvorugu þessara afla var byggjandi nein raunhæf kvikmyndastarfsemi. Á þessum árum tókst mér samt að skrapa saman fé til að kosta upptökur og úrvinnslu á stuttri kvikmynd, sem ég gerði algjörlega eftir eigin höfði um efni sem ég nauðaþekkti. Lífið í síldarverksmiðju. Þetta er myndin „Maður og verksmiðja" (10 mín sv/hv) sem frumsýnd var á kvikmyndahátíðinni í Edinborg árið 1968, við furðu góðar undirtektir. Þetta ár hélt Edinborg upp á sjötugsafmæli átrúnaðargoðs míns, Johns Griersons, sem er Skoti. Og þangað var safnað alveg sérstöku úrvali af nýjum dokúmentarmyndum hvaðanæva úr veröldinni Mér þótti ærin viðurkenn- ing að því einu að fá að vera með í þeim hópi. Og hafði ekki einu sinni dreymt um það, sem þó gerðist, að „Maður og verksmiðja“ yrði flokkuð í úrval þeirra mynda, sem þarna voru sýndar, og send á farandsýninguna „Edinburgh in Los Angeles“ sem þeir Edinborgarmenn sendu víða um Kaliforníu amk. til að státa af gæðum hátíðar sinnar. Eftir þetta linnti lengi vel ekki beiðnum kvikmyndahátíða um myndina og hún var sýnd nokkuð víða, en gat þó aldrei orðið veruleg söluvara í miðju nýjabrumi litvæðingarinnar. En þetta færði mér heim sanninn um það, að mér bæri að hrista klafann og gera framvegis sjálfstæð, óháð verk eftir mínu eigin höfði. Hér heima varð þessi mynd fljótlega algjört tabú. Hún þótti til lítils sóma fyrir þjóðina og líkleg til að spilla fyrir sölu sjávarafurða. Fréttatilkynningu um ofannefnda viðurkenningu í Edinborg tók þáverandi fréttamaður sjónvarps, Eiður Guðnason, og fleygði í ruslakörfuna að mér ásjáandi með þeim orðum, að „sjónvarpið“ mundi aldrei taka þátt í því að upphefja „svona hroða“. Mér lærðist því fljótlega að fara með allar viðurkenningar á „Manni og verksmiðju“ eins og mannsmorð. TMM 1996:1 103
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.