Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Page 114

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Page 114
í tæpan áratug hafði ég verið eins og grár köttur í Menntamálaráðuneytinu með uppástungur um kvikmyndasjóði, fullbúin frumvörp um kvikmynda- lög og kvikmyndasafn. En árangurinn af því nauði sá ekki dagsins ljós fyrr en ég var löngu hættur kvikmyndagerð og kominn til annarra starfa. Loks fékk ég þá íðilgóðu hugmynd að tala við Sjávarútvegsráðherra — og viti menn: upp úr 1970 náði ég samningi við það ráðuneyti um gerð 10 til 20 stuttmynda (einnar á ári) um hina ýmsu þætti útgerðar og fiskverkunar. Línuveiðar, netaveiðar, síldveiðar, loðnuvertíð, trilluútgerð, togarajaxlana og landverkafólkið í frystihúsum, á fiskreitum, við síldarsöltun ofl. ofl. Allt var þetta á prógramminu. Síðar var ætlunin að steypa þessum stuttu myndum (eða öllu heldur pörtum úr þeim) saman í eina heils kvölds mynd um sjávarútveg og fisk- verkun eins og það var með sannindum stundað á þeim árum. Þetta var strangur samningur. Ráðuneytið lagði til helming kostnaðar og ég þurfti að fjármagna hinn helminginn. En þetta gekk ágætlega með fyrstu myndina, sem var um línuveiðar á vetrarvertíð. Ég fór í flesta róðra á tímabilinu janúar-mars með línubátnum „Ereyju“ frá Sandgerði og safnaði myndefni. „Freyjan“ var að vísu komin til ára sinna, hafði áður heitið Víðir II frá Garði og fært á land meiri síldarafla en nokkurt annað skip í veröldinni og mér fannst sómi að henni þó hún væri skörðótt um borðstokkana og hefði ekki verið máluð lengi. Og áhöfnin var eins og gengur og gerist, dugnaðar sjómenn, og varla nema einn þeirra með dálítið brogaða fortíð. Það lá vel á mér við þetta verk því ég þóttist vera kominn með frjálsar hendur. Myndin sem heitir „Róður“ var, að mig minnir, tilbúin um haustið 1972. Og var skömmu síðar sýnd í sjónvarpi hér við fjarska vondar undirtektir, sem vonlegt var. Morgunblaðið brást við hart og lét einhvern undarlega gerðan blaðamann sinn skrifa frétt um það, að Þorgeir Þorgeirson hefði svikið kr. 750.000,- úr úr Sjávarútvegsráðuneytinu og farið síðan í einn línuróður og tekið þessa filmuspotta. Þessu var slegið upp með stríðsfréttaletri. Tiltæki Moggans er ég ekki að rifja upp í neinni beiskju, heldur vegna þess að sú þjóðsaga hefur gengið hér, að fréttin hafi orðið til þess að ég hætti allri kvikmyndagerð. Slíkt er hin mesta firra. Þegar blaðið neitaði að birta þá leiðréttingu, að þriggja mánaða mynda- 104 TMM 1996:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.