Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 115

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 115
tökur og erlendur tæknikostnaður fyrir um það bil milljón krónur lægi að baki verkinu, sem að hálfu leyti væri kostað af framleiðandanum sjálfum, var ljóst að þetta var skipulögð óffægingarstarfsemi og ekkert að gera nema stefna blaðinu (sem hvorki vildi gefa upp höfund fréttarinnar né heimildar- menn, nema hvað einhver í blaðstjórninni sagði síðar: „Það er fæðingarhálf- viti úr Vestmannaeyjum, sem skrifar þetta“). Blaðið var svo dæmt í Bæjarþingi Reykjavíkur fyrir atvinnuróg. Svo fréttin gerði því á endanum engum neitt til nema Morgunblaðinu. Og ég var langt kominn með upptökur á næstu mynd, sem hafði vinnu- heitið „Fúr Elise“ og fjallaði um starfsfólk í frystihúsi (Bæjarútgerð Reykja- víkur) þegar ráðherra sjávarútvegsmála kallaði mig inn á teppið. Líklega hefur gauragangurinn út af lygafréttinni orðið til þess að hann fór sjálfur að skoða „Róður“. Og það var þungt í Lúðvík Jósepssyni. — Sjálfsagt er þetta gott handverk, sagði hann. En hugsunarhátturinn er nokkuð sem ráðuneytið getur ekki haldið áfram að styðja. Þú hefur valið niður nídda ruslarafleytu með tugthúslim í áhöfninni til að sýna íslenska sjómennsku. Ég benti honum á það, að Smelli væri hreinn víkingur til verka og sómi að handtökunum hans á dekkinu, þó hann aldrei nema hefði verið á Hraun- inu. Og „Freyjan“ væri í mínum augum heiðursfleyta fiskiskipaflotans. Þá fékk ég að vita það, að annað hvort veldi ég framvegis nýjustu skip flotans og hreinlegustu fiskvinnslustaðina til að sýna í verkum mínum, eða styrkveitingum ráðuneytisins væri lokið. — Þessar myndir þínar verða, með sama áframhaldi, að níðstöng, sem enginn heiðarlegur íslendingur getur sýnt erlendum kaupendum fiskafurða okkar. Ég reyndi að gera manninum grein fýrir því að þetta ætti að verða sannferðug lýsing á kringumstæðum fiskimanna og verkafólks í landinu, en hann sat við sinn keip og hafði valdið. Og þannig lauk mínum kvikmyndaferli með ofurlitlum hvelli, sem ég hef kosið að láta ekki heyrast fyrr en nú. Ég sótti aldrei það sem ógreitt var af styrkveitingu ársins. Einhvers staðar á ég þetta efni, sem búið var að taka í Bæjarútgerðinni og víðar, en það verður naumast að heillegri kvikmynd úr þessu. Og mér var það í sjálfu sér minnsta mál í heimi að skipta um starf. Upp úr 1980 seldi ég seinustu kvikmyndatækin mín og keypti mér ritvinnslu- tölvu, enda búinn að stunda ritstörf einvörðungu í nánast heilan áratug þá, og stunda enn. TMM 1996:1 105
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.