Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Qupperneq 119
Ritdómar
Tvær skáldkonur
Ingibjörg Haraldsdóttir: Höfuð konunnar.
Mál og menning 1995. 96 bls.
Lýrík
Hin nýja ljóðabók Ingibjargar Haralds-
dóttur skiptist í tvo meginkafla. í þeim
fyrri eru frumort ljóð, 31 að tölu, flestöll
fremur fáorð og hljóðlát. í hinum síðari
birtist þýðing á löngum bálki eftir Mar-
ínu Tsvetajevu sem nefhist Ljóðið um
endalokin. Þessir tveir meginkaflar eru
svo tengdir saman með greinargerðum
um hið útlenda skáld og innilegu hyll-
ingarljóði Ingibjargar til Marínu, sem
lýsir náinni samkennd hennar með
hinni látnu skáldkonu.
Ingibjörg Haraldsdóttir yrkir í nýju
bókinni sem fyrr í háttlausu formi, en
allvíða beitir hún stafrími, stuðlar frjáls-
lega staf við staf, og fer vel á því. Einnig
örlar nú ofúrlítið á endarími, sem er
nýjung í skáldskap hennar að ég held.
Ingibjörg hefur ævinlega farið mjög
varlega og sparlega í ljóðagerð sinni,
virðist stefna markvisst að því. Af þeim
sökum bregður óvíða fyrir óvæntu og
frumlegu myndmáli, orðfærið er blátt
áfram, aldrei upphafið, aldrei lágkúru-
legt né heldur sérkennandi, en ber ávallt
vitni um smekkvísi. Þó svo að Ingibjörg
sé lýrískt skáld, er stíll ljóða hennar að
merkilega miklu leyti sneyddur því sem
oft eru megineinkenni lýrískra ljóða:
kliðmýkt og myndhverfmgar. Hún leitar
þar á ofan ekki víða fanga í leit að yrkis-
efnum og ljóð beint úr dægurbarátt-
unni, sem áður mátti finna í bókum
hennar, eru nú horfin, þó má hér sums
staðar undir niðri greina uppgjör bæði
við pólitískan rétttrúnað og hentistefnu
(samanberþrjú Nóvemberljóð og Eftirá).
Ljóð Ingibjargar eru yfirleitt einkaleg,
lýsa stöðu hennar í veraldarganginum,
lífsferill hennar sjálfrar er nær ávallt
uppistaðan í ljóðunum. Þau snúast að
öllu jöfnu aðeins um eina hugmynd, eru
ekki margbrotin. Þrátt fyrir þetta, að
Ingibjörg sýnist forðast hefðbundin
skáldleg tilþrif, fer ekkert á milli mála, að
hún er skáld og ljóð hennar ort af djúpri
alvöru og innri þörf. Ljóðin eru mjög
geðþekk, snotur blær á þeim, sum þeirra
taktföst. Samt hljóta einhverjir ljóðales-
endur að sakna þess, að hún skuli ekki
kveða fullum hálsi. Oft hvarflar það að
manni, að önnur höfuðorsökþess að svo
fá nútímaljóðskáld kveða, sé sú, að það
þyki ekki lengur fínt. Hin höfúðorsökin
er sú, að sum þeirra geta það hreinlega
ekki, og verður ekki við það ráðið. Ef það
er reyndin, að nú þyki einfaldlega ófínt
og gamaldags að kveða af bragtæknilegri
list, hefur svonefnd „formbylting“ unn-
ið íslenskri ljóðlist mikið ógagn í aðra
röndina. Vissir snillingar hafa vitanlega
ráðið vel við það að yrkja ókveðið, en í
fótspor þeirra hafa svo stigið ýmsir
textasmiðir sem geta alls ekki valdið
háttlausum ljóðstíl.
Ingibjörg Haraldsdóttir er ekki í hópi
þeirra skálda sem ráða ekki við hátt-
TMM 1996:1
109