Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 121

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 121
Fjallkona Mig dreymdi konu mig dreymdi fjall mig dreymdi að fjallið var kona Ég gekk í draumi í átt til fjallsins í leit að skjóli við rætur þess En fjallið skautaði faldi hvítum og kalt var fjúkið við rætur þess Tilvísunin í Skjaldbreiðarkvæði Jónasar varð til þess að mér kom í hug annað kvæði hans; það er frá sama ári og Fjallið Skjaldbreiður. Þar hefur Jónas nefnilega, líkt og Ingibjörg, ort um það, hve napurt ísland getur verið börnum sínum: „Kalt var á Fróni, Kjærnesteð!" yrkir Jónasyfir moldum Jóns Kjærnesteðs í ljóðinu Á gömlu leiði 1841. Það er dálítið „sláandi" að sjá svo gagnólík ljóð, annars vegar um Kúbu og hins vegar ísland, hlið við hlið í bókinni — Island með allri sinni fegurð og harð- neskju er furðu fjarri í ljóðum Ingibjarg- ar, og er það fremur fátítt um íslensk skáld. I fyrsta ljóði bókarinnar, Land, sem er andóf gegn hefðinni líkt og Fjall- kona hér að ofan, tekur Ingibjörg þetta beinlínis fram, um leið er það samt fallegt átthagaljóð. Sem fyrr greinir hefur Ingibjörg Har- aldsdóttir ævinlega verið mjög varfærin í ljóðagerð sinni, en í flokknum Höfuð konunnar, níu smáljóðum sem mynda eina heild (og eins í Ijóðinu Sumarkvöld við Hvalfjörð), sýnist sem hún sé að byrja að feta nýja slóð. Líkingarnar eru hér „glannalegri“ en vant er í skáldskap hennar. Efnið er hins vegar kunnuglegt úr ljóðum hennar, fjallað er, sem oft áður, um það sem kalla mætti „vandinn að vera kona“. Ef það reynist rétt, að erindin Höfuð konunnar séu vísbending um það, að Ingibjörg sé að taka nýja stefnu í ljóða- gerð sinni, að minnsta kosti í myndmáli, er það vel, því að það gleður lesendur góðra skálda að þau slái nýjan tón, að stíll þeirra taki markverðum breyting- um frá einu æviskeiði til annars. Blóm, vökvað með blóði í upphafi var þess getið, að Ingibjörg endar bók sína með þýðingu á miklum bálki eftir rússnesku skáldkonuna Mar- ínu Tsvetajevu (1892-1941). Á undan fer ljóðið TilMarínu, í níu hlutum. Ingi- björg ávarpar Marínu, lætur í ljósi fögn- uð yfir því að hafa deilt með henni öldinni, vill dvelja við fótskör hennar „um stund / — meðan blóð mitt / rautt og heitt / í æðum dunar“. Ljóðið er við- leitni til að spanna bilið milli þeirra skáldkvennanna í tíma og rúmi; um leið myndar það brú milli frumortu ljóð- anna í bókinni og þýðingarinnar, svo að bókin öll verður samstæð heild. í þriðja hluta ljóðsins ber Ingibjörg saman þær ólíku aðstæður sem mótað hafa líf og list skáldkvennanna tveggja, annars vegar örlagaríka tíma Tsvetajevu og hins vegar fábreyttara líf sitt, með tilvitnun í Ljóðið um endalokin: Ástir þínar af sama toga og mínar en samt „blóm, vökvað með blóði" — nei, tímarnir eru víst breyttir, Marína, þetta segði ég aldrei við neinn og aldrei hefur sál mín verið húðflett Ljóðið um endalokin fjallar um lokafund elskenda; það er tilfinningaþrungið og geislar af andríki, líkingarnar snjallar, TMM 1996:1 111
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.