Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Page 121
Fjallkona
Mig dreymdi konu
mig dreymdi fjall
mig dreymdi að fjallið var kona
Ég gekk í draumi
í átt til fjallsins
í leit að skjóli við rætur þess
En fjallið skautaði
faldi hvítum
og kalt var fjúkið við rætur þess
Tilvísunin í Skjaldbreiðarkvæði Jónasar
varð til þess að mér kom í hug annað
kvæði hans; það er frá sama ári og Fjallið
Skjaldbreiður. Þar hefur Jónas nefnilega,
líkt og Ingibjörg, ort um það, hve napurt
ísland getur verið börnum sínum: „Kalt
var á Fróni, Kjærnesteð!" yrkir Jónasyfir
moldum Jóns Kjærnesteðs í ljóðinu Á
gömlu leiði 1841.
Það er dálítið „sláandi" að sjá svo
gagnólík ljóð, annars vegar um Kúbu og
hins vegar ísland, hlið við hlið í bókinni
— Island með allri sinni fegurð og harð-
neskju er furðu fjarri í ljóðum Ingibjarg-
ar, og er það fremur fátítt um íslensk
skáld. I fyrsta ljóði bókarinnar, Land,
sem er andóf gegn hefðinni líkt og Fjall-
kona hér að ofan, tekur Ingibjörg þetta
beinlínis fram, um leið er það samt
fallegt átthagaljóð.
Sem fyrr greinir hefur Ingibjörg Har-
aldsdóttir ævinlega verið mjög varfærin
í ljóðagerð sinni, en í flokknum Höfuð
konunnar, níu smáljóðum sem mynda
eina heild (og eins í Ijóðinu Sumarkvöld
við Hvalfjörð), sýnist sem hún sé að byrja
að feta nýja slóð. Líkingarnar eru hér
„glannalegri“ en vant er í skáldskap
hennar. Efnið er hins vegar kunnuglegt
úr ljóðum hennar, fjallað er, sem oft
áður, um það sem kalla mætti „vandinn
að vera kona“.
Ef það reynist rétt, að erindin Höfuð
konunnar séu vísbending um það, að
Ingibjörg sé að taka nýja stefnu í ljóða-
gerð sinni, að minnsta kosti í myndmáli,
er það vel, því að það gleður lesendur
góðra skálda að þau slái nýjan tón, að
stíll þeirra taki markverðum breyting-
um frá einu æviskeiði til annars.
Blóm, vökvað með blóði
í upphafi var þess getið, að Ingibjörg
endar bók sína með þýðingu á miklum
bálki eftir rússnesku skáldkonuna Mar-
ínu Tsvetajevu (1892-1941). Á undan
fer ljóðið TilMarínu, í níu hlutum. Ingi-
björg ávarpar Marínu, lætur í ljósi fögn-
uð yfir því að hafa deilt með henni
öldinni, vill dvelja við fótskör hennar
„um stund / — meðan blóð mitt / rautt
og heitt / í æðum dunar“. Ljóðið er við-
leitni til að spanna bilið milli þeirra
skáldkvennanna í tíma og rúmi; um leið
myndar það brú milli frumortu ljóð-
anna í bókinni og þýðingarinnar, svo að
bókin öll verður samstæð heild. í þriðja
hluta ljóðsins ber Ingibjörg saman þær
ólíku aðstæður sem mótað hafa líf og list
skáldkvennanna tveggja, annars vegar
örlagaríka tíma Tsvetajevu og hins vegar
fábreyttara líf sitt, með tilvitnun í Ljóðið
um endalokin:
Ástir þínar
af sama toga og mínar
en samt
„blóm, vökvað með blóði"
— nei, tímarnir eru víst
breyttir, Marína, þetta
segði ég aldrei við neinn
og aldrei hefur sál mín
verið húðflett
Ljóðið um endalokin fjallar um lokafund
elskenda; það er tilfinningaþrungið og
geislar af andríki, líkingarnar snjallar,
TMM 1996:1
111