Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 31

Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 31
 ský 31 Töfraljómi er yfir nafninu The Beatles. Það hreyfir við öllum, ungum sem gömlum. Bítlarnir, eins og þeir voru strax kallaðir hér á landi þegar þeir fyrst urðu þekktir í byrjun sjöunda áratugarins, höfðu afgerandi áhrif á þróun popptónlistar og með árunum náðu þeir hlustun langt út fyrir poppið og hefur ekkert lát orðið á vinsældum þeirra. Er langt síðan viðurkennt var að þeir hafi mótað tónlistarumhverfið í heiminum á síðari hluta síðustu aldar. Leiðtogarnir John Lennon og Paul McCartney sömdu langflest lögin sem Bítlarnir gáfu út. George Harrison samdi fá lög en þau bestu frá honum hafa löngu verið viðurkennd sem tónsmíðar er jafnast á við það besta eftir Lennon og McCartney. Nokkur þekkt lög Bítlanna fengu á síðasta ári yfirhalningu þegar hinn frægi sirkus Cirque du Soleil setti upp viðamikla sýningu í Las Vegas sem byggði á tónlist Bítlanna. Í kjölfarið gaf upptökustjórinn, George Martin, sem oft er kallaður „fimmti bítillinn“ út plötu þar sem upphaflegar upptökur voru notaðar og hljóðblandaðar á ný af honum og syni hans Giles og ýmsu bætt við. Platan nefnist Love og hlaut mjög góðar viðtökur, meira að segja hjá hörðustu Bítlaaðdáendum, sem yfirleitt vilja ekki láta hreyfa við upprunalegu útgáfum. Upphófst enn á ný Bítlabylgja sem ekki sér fyrir endann á og eru lög þeirra leikin á útvarpsstöðvum eins og um nýja tónlist sé að ræða og kemur betur og betur í ljós að tónlist fjórmenninganna er engum tíma háð, orðin klassísk. Og það má einnig taka fram að nýverið urðu Bítlarnir þess heiðurs aðnjótandi að vera fyrsta hljómsveitin sem kemst á frímerki hjá breska heimsveldinu. Hver skyldu svo vera bestu bítlalögin? Mjög erfið spurning sem sex Bítlaaðdáendum, sem Ský lagði spurninguna fyrir, fannst erfitt að svara og er ég kominn að þeirri niðurstöðu að eftir því sem maður kafar meira ofan í tónlist Bítlanna er erfiðara að taka eitt lag fram yfir annað. Þau eru einfaldlega það góð að auðvelt er að lenda í sjálfheldu við valið og skil ég vel þegar einn viðmælandinn sagði að bestu Bítlalögin að hans mati þyrftu ekki endilega að vera uppáhaldslögin. Hvað um það, sex þekktir einstaklingar og bítlasérfræðingar gengust undir það að velja tíu bestu bítlalögin og val þeirra segir okkur mikið um það hversu góð lög Bítlanna eru í heildina þar sem listarnir eru ólíkir og valið oft bundið persónulegum minningum. Það er athyglisvert að sérfræðingarnir velja alls meira en 40 ,,bestu’’ lög Bítlanna. Allir viðmælendur hefðu viljað velja fleiri lög og lög sem meðal annars komu fram hjá þeim og eru ekki á listunum en hefðu lent í næstu sætum eru meðal annars: Fixing a Hole, Dear Prudence, Glass Onion, Here Comes the Sun, We Can Work it Out, Eight Days a Week, Michelle, You Never Give Your Money, Paperback Writer, Fool on the Hill, Here, There and Everywere, Norwegian Wood og Yesterday. Ingólfur Margeirsson Hefði viljað halda listanum áfram „Þetta er erfitt og ómannlegt val fyrir hvern Bítlaaðdáanda, að velja bestu lögin. Þeir sömdu um 200 lög og öll nánast snilldarverk. Að draga tíu út úr þeim haug er nánast óvinnandi verk og auðvitað vildi ég halda listanum áfram. Ég hefði t.d. sett I am the Walrus númer 11. Varðandi val mitt þá sýp ég enn hveljur þegar ég hlusta á A Day in the Life, Because er eitt fallegasta lag Bítlanna, að miklu leyti sungið án undirleiks, Come Together, eitt sterkasta lag Johns Lennons, The Long and Winding Road er eitt fallegasta og innihaldsríkasta lag Pauls McCartneys. Blackbird er vatnsheld Paul-ballaða. Rómantískt, enskt lag með viktoríutímabilsanda yfir sér, einfalt í allri sinni snilld, Strawberry Fields Forever er meistaraverk Johns Lennons, lagið er stúdía í klippingu þrátt fyrir frumstæðar aðstæður, Something sýnir hvað mikið tónskáld bjó í George Harrison, While My Guitar Gently Weeps er annar gimsteinn eftir Harrison, All You Need Is Love er boðskapur Bítlanna um ást og kærleika, sama hvað margt er hallærislegt við þetta lag í dag, mér þykir ennþá vænt um það, You´ve Got to Hide Your Love Away er fallegt lag eftir Lennon og fyrsta órafmagnaða lagið sem Bítlarnir hljóðrituðu.“ 1. A Day in the Life 2. Because 3. Come together 4. The Long and Winding Road 5. Blackbird 6. Strawberry Fields Forever 7. Something 8. While My Guitar Gently Weeps 9. All You Need is Love 10. You’ve Got to Hide Your Love Away Bítlalögin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.