Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 55

Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 55
 ský 55 Það er Dóra Jóhannsdóttir sem leikur Kötu en í öðrum hluverkum eru: Halldóra Geirharðsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Atli Rafn Sigurðarson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Friðrik Friðriksson, Jóhannes H. Jóhannesson, Valur Freyr Einarsson og Elma Lísa Gunnarsdóttir. Sviðsmyndin og búningahönnunin er í leiknum höndum Ilmar Stefánsdóttur og Þórunnar Sveinsdóttur. Sveinbjörg Þórhallsdóttir semur dansana og snillingarnir í Flís tónlistina. Björn Bergsteinn er með lýsinguna og Gideon Kiers sér um myndvinnslu. Þetta er frábær hópur.“ Höfðar verkið meira til yngri áhorfenda en hins „klassíska“ hóps leikhúsgesta? „Hugleikur Dagsson er náttúrlega elskaður og dáður af yngri kynslóðum okkar og hans svarti, beinskeytti húmor. Mér finnst hann þó standa fyrir miklu meira en það; hann er ekki bara strákur með dónahúmor heldur er hann er sérlega glöggskyggn á þjóðfélagsástandið og hvernig heimurinn er orðinn. Hugleikur hefur líka sérstæðan og skemmtilegan bakgrunn þar sem hann hefur mikið lifað og hrærst í vísindaskáldsöguskap og teiknimyndum. Framtíðarpælingar eru alveg á hans línu. Okkur tókst einmitt með verkinu Forðist okkur að fá í leikhúsið yngri og um leið nýjan hóp áhorfenda sem var mikið gleðiefni. En þrátt fyrir það kom einnig mikið af fólki úr hinum hefðbundna áhorfendahópi sem skildu vel boðskapinn og hina myrku sýn á samtímann. Okkar vonir standa til þess að hið sama gerist með Legi. Sýningin er vissulega óhefluð og kannski ekki fyrir viðkvæmustu sálir, nema kannski þá sem fá „kikk“ út úr því að láta ganga fram af sér og væla svo yfir öllu saman á eftir! Það er búið að vera frábært að vinna með Hugleik en vinnutíminn í kringum að setja upp svona sýningu er mjög langt ferli og við byrjuðum fyrir um ári. Sjálfar æfingarnar eru nýhafnar og það er virkilega gaman að sjá þetta verða til á sviðinu. Fólk gerir sér oft ekki grein fyrir hversu mikil vinna liggur að baki verkunum sem það sér í leikhúsi. Oft gefum við okkur heldur ekki nægan tíma til að hugsa og þróa verkefnin í leikhúsinu heldur látum færibandið, sem aldrei stoppar, ráða ferðinni. Í þessu tilfelli hefur undirbúningurinn verið góður, sem er lúxus, því þetta er flókin uppsetning.“ Hvers vegna söðlaðir þú um og fórst í leikstjórnina? „Fyrir mér var það einfaldlega eðlileg þróun. Ég er menntaður leikari en þjáðist af þorsta í meiri næringu heldur en leikarastarfið veitti mér á sínum tíma og hef aðallega verið að leikstýra á undanförnum árum. Ég byrjaði á því að leikstýra í framhaldsskólum, sem gekk bara vel, og fékk svo frekara tækifæri með leikritinu Kvetch sem hlaut mörg Grímuverðlaun og það hvatti mann til frekari dáða. Þetta er annar veturinn sem ég er leikstjóri núna við Þjóðleikhúsið en ég leikstýrði tveimur sýningum þar í fyrra, Túskildingsóperunni og Fagnaði eftir Harold Pinter. Þar áður var ég tvö ár í Borgarleikhúsinu með margar sýningar, m.a. Belgísku Kongó eftir Braga Ólafsson, sem enn gengur. Hann er mjög gott leikskáld og ég vona að meira eigi eftir að koma frá honum. Annars má segja að Hugleikur, sem ég er að vinna með núna, sé uppáhaldsleikskáld mitt um þessar mundir. Mér finnst hann ansi lunkinn og koma með stórskorið og spennandi hráefni þar sem hægt er að beita öllum áhrifamætti leikhússins. Verk hans eru svo myndræn enda á hann rætur í kvikmyndunum og skrifar mjög skemmtilegar senur. Jón Atli er líka mjög flott leikskáld og er hátt skrifaður hjá mér. Ég fylgist einnig grannt með því sem kollegar mínir eru að gera erlendis og þegar mig vantar meiri næringu sæki ég hana - mest til London og Þýskalands. Ég reyni að fara tvisvar á ári í víking, fer þá mjög mikið í leikhús og dreg andann, sem er oft erfitt hér í smæðinni.“ Einhver áhugamál utan leikhússins? Stefán brosir hugsi. „Þetta starf gleypir mann með húð og hári. En fyrir utan brennandi áhuga á leikhúsi þá er mitt áhugamál að njóta þess að vera með fjölskyldunni þegar ég er ekki í vinnunni.“ Bætir svo við eftir smáumhugsun: „Svo finnst mér voða gott að fara út í náttúruna og veiða á flugu þegar ég get.“ Fólk klykkir oft út með klisjunni: „Það er alltaf svo gaman að fara í leikhús!“ Eru það alltaf sannindi? „Það er fátt verra en lélegt leikhús,“ segir Stefán. „Það er m.a. vegna þessarar líkamlegu nálægðar sem við upplifum í leikhúsinu. Íslendingar eru líka aldir upp við að láta bjóða sér allt þegjandi og hljóðalaust. Svo má til sanns vegar færa að leikhúsin okkar eru að ákveðnu leyti markeruð af smæðinni og stuttum menningarrótum. Þetta er svolítið eins og íslenska veðráttan - stundum finnst manni uppblásturinn fullmikill og það fennir hreinlega yfir allt. Mér finnst menningarpólitíkin ekki vera mjög þroskuð hér á landi. Við viljum vera mikil menningarþjóð í orði en viljinn er oft steinsteyptur, þ.e. við reisum húsin en hugsum ekki um hvað þarf til að reka þau. Áherslan er á umbúðir en ekki innihald. Í slíku landslagi er auðvelt að grípa til frjálshyggjunnar ef illa gengur og vilja selja allt draslið. Menningarstefnan er rekin áfram á þann hátt að yfirvöld stóla á hugsjónir og fórnfýsi listamannanna sem vinna á hræðilegum launum og undir miklu álagi. Þetta er amatöraarfleifðin. Ég held þó að skilningurinn sé að aukast með nýju fólki. Erlenda samhengið skiptir þá máli því þá fyrst virðast menn sjá hlutina í „nýju“ ljósi, sbr. „Björk-orðin-fræg-úti-syndrómið“. Þá er oft hlaupið til og listamönnum veitt gæðavottorð lýðveldisins. Svona menningarvitund kemur að sjálfsögðu niður á rekstri og skipulagi leikhúsheimsins. Leg-ið hans Hugleiks er hrátt og fyndið en í því er jafnframt broddur sem stingur á samfélagslegum kýlum og það spyr okkur hvers konar framtíðarland við viljum. Og svo trúi ég að tónlistin eigi eftir að gleðja marga. Það leikur enginn vafi á því að Hugleikur Dagsson er ferskur sviptivindur íslensku leikhúsi og hreyfir við okkur öllum.“ „Við viljum vera mikil menningarþjóð í orði en viljinn er oft steinsteyptur, þ.e. við reisum húsin en hugsum ekki um hvað þarf til að reka þau. Áherslan er á umbúðir en ekki innihald.“ „Íslenska þjóðin er þá í raun misnotaður unglingur sem á nóg af peningum en lítið af viti og hefur gleymt sér í umbúðakapphlaupinu.“ Leikhús sky ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.