Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 54

Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 54
 54 ský Stefán Jónsson útskrifaðist sem leikari frá Guildhall School of Music and Drama í London árið 1989 og lék í kjölfarið veigamikil hlutverk í mörgum leikritum hjá Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Hann heillaðist þó fljótlega af leikstjórn og hefur starfað við hana undanfarin ár við afar góðan orðstír. Hann var valinn leikstjóri ársins fyrir Kvetch, þegar Gríman var veitt í fyrsta sinn árið 2003, og var einnig tilnefndur til sömu verðlauna fyrir Sporvagninn Girnd, Héra Hérason og Forðist okkur. Ekki síður er hann þekktur fyrir leikstjórn sína á verkunum Draugalest, Terrorisma, Sekt er kennd og Belgísku Kongó. Í fyrra fór Stefán fyrir hópi sem setti upp leikritið Forðist okkur eftir Hugleik Dagsson í Þjóðleikhúsinu við gífurlegar vinsældir og á næstunni verður frumsýndur vísindasögusöngleikur eftir sama höfund sem nefnist Leg. Verkið varð til upp úr vinnu og samstarfi Stefáns og Hugleiks í Forðist okkur. Við hjá Skýjum tókum leikstjórann tali til að forvitnast frekar um nýja söngleikinn sem verður frumsýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins í byrjun mars. „Já, ákveðið var að halda þessu frábæra samstarfi áfram og búa til söngleik þar sem söguþráðurinn er Ísland framtíðarinnar og gerist í kringum árið 2020. Þá er allt búið að keyrast í botn. Okkur finnst kannski nóg komið nú þegar en þarna er kapítalisminn búinn að éta allt upp og það er búið að virkja allt; auðlindir okkar fullnýttar og náttúran horfin, veruleikinn er sýndarveruleiki. Leg er sannarlega nöpur sýn á heiminn en á sama tíma sprenghlægilegt stykki. Sagan segir frá Kötu, óléttri stelpu í Garðabænum, sem er í þann mund að klára stúdentspróf og er í miklu veseni með sjálfa sig. Það má segja að Kata sé eins konar tákngervingur þessa framtíðarlands í gegnum allt verkið. Íslenska þjóðin er þá í raun misnotaður unglingur sem á nóg af peningum en lítið af viti og hefur gleymt sér í umbúðakapphlaupinu. Plasmasjónvarpið er orðið stærsta húsgagnið á heimilum framtíðarinnar, allt er hátæknivætt og mannleg samskipti orðin gersneydd allri „mennsku“. Útlitið, gróðinn og partíið er það sem skiptir máli. Í innra plottinu fléttast saman myrk öfl sem stefna að heimsyfirráðum og ástand mála á Íslandi rímar vel við það plan. ÍSLAND FRAMTÍÐARINNAR? Leg-ið hans Hugleiks / Stefán Jónsson leikstjóri Texti: Hrund Hauksdóttir Mynd: Geir Ólafsson Leikhús Stefán Jónsson við Þjóðleikhúsið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.