Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 28

Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 28
 28 ský Sú bók - eða öllu heldur örbók - sem kom hvað mest á óvart í jólabókaflóðinu var fyrsta ævisaga Óttars Martins Norðfjörð, Hannes - Nóttin er blá, mamma. Þar, á fjórum blaðsíðum, fer Óttar yfir fyrsta æviskeið Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Sú bók reyndist vera fjórða mest selda bók ársins hjá Máli og menningu og Eymundsson. Áður hefur Óttar gefið út Barnagælur (skáldsögu sem kom út 2005) og nokkrar ljóðabækur hjá Nýhil. Best er þó að byrja á byrjuninni, en ekki hvað - og forvitnast um Óttar Martin: Hann er fæddur í Reykjavík, í lok janúar árið 1980, sonur arkitektahjónanna Sverris Norðfjörð og Alenu F. Anderlovu. Móðir hans er upphaflega tékknesk en er íslenskur ríkisborgari í dag: „Þegar ég var krakki talaði ég tékknesku og íslensku fram að fimm ára aldri en eftir því sem mamma kunni meira í íslenskunni fór ég að detta út úr tékkneskunni. Ég skil þó mikið í tékknesku, hún talar við mig á tékknesku og ég svara á íslensku. Ég á foreldrum mínum mikið að þakka sem rithöfundur, bæði hvað varðar tækifæri og innblástur.“ Hvaða nám hefurðu stundað? „Ég er með BA- og MA-gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands. Auk þess hef ég stundað nám við Myndlistarskólann í Reykjavík og tungumálanám í Heidelberg, Nice og Sevilla. Þar að auki bjó ég um tíma í Köben svo ég kann nokkuð í þó nokkrum tungumálum!“ Fyrir utan skriftir vann Óttar sem ritstjóri Menningarblaðs DV og vann einnig dágóðan tíma við Háskóla Íslands fyrir ólíka prófessora. Hann segir þó skemmtilegast hafa verið að baka pizzur á Eldsmiðjunni. Hefurðu alltaf fylgst með Hannesi Hólmsteini? „Í svolitla stund. Viðhorf hans til heimsins varð mér þó ljóslifandi þegar hann hélt fyrirlestur í námskeiði sem ég sótti í MH árið 1997, stjórnmálafræði 103. Mig minnir að ein stelpa hafi gengið út.“ Hver var kveikjan að bókinni? „Ég held að bækur eigi sér margar kveikjur, sem renna loks saman og mynda hugmynd að einni bók. Kveikjurnar að þessari bók voru ýmsar, til dæmis allt grínið og hysterian sem fylgir jólabókaflóðinu, ákvörðun Hannesar að skrifa ævisögu um Halldór Laxness þrátt fyrir andstöðu fjölskyldu Laxness, hversu stofnanabundnar hugmyndir fólks eru orðnar um fyrirbæri eins og ævisögur, skáldsögur og ljóðabækur - fólk er með fyrirfram hugmyndir um hvernig þær eiga að líta út og það fer í taugarnar á mér. Þetta var nú það sem gerjaðist í höfðinu á mér áður en ég skrifaði Hannes - Nóttin er blá, mamma.“ Hvað eru mörg bindi eftir? „Tvö, „Hólmsteinn“ og „Gissurarson“!!“ Texti: Lízella Myndir: Geir Ólafsson EYDDI KLUKKUSTUND Í RITSTÖRFIN Jólabókin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.