Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 19

Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 19
 ský 19 Fyrri spurningunni er tiltölulega auðsvarað; í dag eru það þeir Jón Björn Ríkharðsson (aldrei kallaður annað en Jónbi og verður kallaður svo hér eftir) sem sér um trommuleik, Hörður Stefánsson (Höddi) spilar á bassa, Búi Bendtsen spilar á gítar og Jens Ólafsson þenur raddböndin. Þeir koma allstaðar að af landinu; Jónbi er alinn upp á Dalvík, Höddi fæddist á Húsavík en fluttist ungur að aldri til Garðabæjar, Búi er af Seltjarnarnesinu en Jenni frá Akureyri. Í raun og veru má segja að Brain Police, eða forveri hennar, Vírskífa, hafi „fæðst“ í Myllunni, en þar unnu þeir Jónbi og Höddi saman við bakstur og sameiginlegur áhugi þeirra á tónlist varð ljós. Vinnufélagi þeirra þar, Vagn Leví Sigurðsson, sá um söng hjá Vírskífu og síðar Brain Police. Stuttu síðar flutti Gunnlaugur Lárusson, æskuvinur Jónba, til Reykjavíkur og saman stofnuðu þeir Gunnlaugur, Jónbi og Höddi Brain Police, og buðu Vagni Leví, í kjölfarið, að vera með. Í dag eru Jónbi og Höddi einu upprunalegu meðlimir sveitarinnar. Vínilplötuhefð dró dilk á eftir sér Jónbi: „Nokkrum árum síðar, í kringum 2002, vantaði okkur söngvara og ég var staddur í heimsókn hjá gömlum vini á Akureyri. Þetta kvöld vorum við með okkar reglulega vínylkvöld þar sem ég og Móði vinur minn hittum aðra félaga okkar en þetta var hefð hjá okkur að koma saman og hlusta á vínylplötur eftir kúnstarinnar reglum. En þar sem okkur vantaði plötuspilara akkúrat þetta kvöld þá leyfðum við öðrum félaga að slást í hópinn og hann tók með sér vin sinn sem reyndist vera Jenni. Við Jenni þekktumst ekkert þá en náðum vel saman þetta kvöld og í kjölfarið buðum við honum í Brain Police.“ „Nokkrum árum eftir þetta hætti upprunalegi gítarleikarinn okkar og við hófum leit að nýjum en leitin reyndist frekar stutt. Við vissum af Búa þar sem við höfðum spilað nokkrum sinnum með hljómsveitinni hans, Manhattan, og buðum honum að taka stöðu gítarleikara Brain Police sem hann og þáði.“ Hafið þið lært á hljóðfæri? Jónbi: „Ég hef farið á eitt námskeið í trommuleik, annars er ég sjálflærður. Það gæti verið gaman að læra á gítar í framtíðinni.“ Búi: „Ég fór á eitt námskeið hjá honum Birni Thoroddsen hérna í dentíð sem var nokkuð gott.“ Jenni: „Ég er algjörlega sjálflærður á gítar og söng en maður getur alltaf á sig blómum bætt!“ Eruð þið í vinnu eða skóla meðfram spilamennsku og upptökum? Jónbi: „Allir erum við að vinna meðfram spilamennsku enda erum við allir fjölskyldumenn og ekki duga tekjurnar sem fást fyrir spilamennsku til að sjá fyrir fjölskyldunni því tekjur Brain Police eru ekki upp á marga fiska. Það er mjög erfitt og kostnaðarsamt að reka rokkhljómsveit á Íslandi því markaðurinn er svo lítill.“ Aðspurðir við hvað þeir vinna segjast þeir helst vilja eiga einkalíf utan tónlistarinnar og nefna því ekki meir um maka og börn til að gefa þeim það „nafnleysi“ sem mökum og börnum annarra og „ófrægra“ er í raun sjálfgefið. Ég get ekki orða bundist og dáist að strákunum fyrir hversu heilir þeir eru hvað þetta varðar. Við erum orðin svo vön öllum söngvurum, gítarleikurum, ættingjum þeirra, börnum, bílum og íbúðum á forsíðunni á Séð og heyrt að þetta var alveg ný reynsla fyrir mig sem blaðamann! Hljómsveit sem vill ekki ota sínu einkalífi ofan í lesendur! Nýtt og ferskt! Hvernig gengur ykkur að sameina störf ykkar, hljómsveit og einkalíf? „Það gengur mjög vel að sameina þetta allt saman. Við erum allir í góðri vinnu og yfirmenn okkar eru mjög skilningsríkir á allt þetta hljómsveitarstúss og styðja okkur í að eltast við frægð og frama. Einnig má taka fram að allir eigum við góðar og skilningsríkar konur og fjölskyldur almennt.“ Með aðstoð Frank Zappa Hvernig kom nafn hljómsveitarinnar til? „Nafnið Brain Police er komið frá meistara Frank Zappa. Það var þannig að þegar við vorum að leita að nafni tókum við eftir því að ein af okkar uppáhaldshljómsveitum, Monster Magnet, hafði tekið nafn sitt frá Zappa og okkur datt í hug að gera slíkt hið sama. Þannig er að á fyrstu plötu Zappa sem heitir „Freak out“ er lag sem heitir „Return of the son of Monster Magnet“ og einnig lag sem heitir „Who are the Brain Police“ og við ákváðum bara að svara þeirri spurningu. Í rauninni kom aldrei neitt annað nafn til greina, allavega ekkert sem er eftirminnilegt.“ Aðspurðir hvar þeir hafa spilað erlendis svara þeir: „Haustið 2005 fórum við í okkar fyrstu tónleikaferð erlendis og spiluðum á tónleikum í Þýskalandi og Svíþjóð. Síðan endurtókum við ferð okkar til Þýskalands haustið 2006 og spiluðum í nokkrum borgum, meðal annars Berlín, Köln og Chemnitz, sem hét áður Karl Marxstadt, svo eitthvað sé nefnt.“ Hverjar eru helstu fyrirmyndir ykkar í tónlist? Jónbi: „Mínar fyrirmyndir eru svo margar en til að nefna eitthvað þá eru það tveir trommarar, Ian Paice úr Deep Purple og John Bonham úr Led Zeppelin.“ Höddi: „Það er af svo mörgu að taka en ég nefni Scott Reeder og Jaco Pastorius“. Búi: „Ég lít mikið upp til Jimmy Page og Josh Homme er í mikklu uppáhaldi.“ Jenni: „Fyrirmyndir mínar eru John Garcia, Chris Cornell og Mike Patton.“ Þegar ég spyr um fyrirmynd í einkalífinu verður Höddi einn til svars: „Þar sem ég er gamall kraftlyftingamaður þá nefni ég að sjálfsögðu Jón Pál Sigmarsson sem er goðsögn og var það í rauninni einnig í lifanda lífi.“ Eigið þið eitthvert uppáhaldslag með Brain Police? „Ég held að við getum allir sagt að lögin okkar eru svo frábær að það er ekki hægt að velja eitthvert eitt úr! En yfirleitt er það „nýja“ lagið sem er skemmtilegast að spila þá og þegar því það er nýjast.“ Rokk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.