Ský - 01.02.2007, Qupperneq 25

Ský - 01.02.2007, Qupperneq 25
Einhverra hluta vegna þarf alltaf eitthvað að vesenast í hárinu á mér fyrir hlutverk sem ég fer í. Ég sá alltaf Freyju fyrir mér ljóshærða en útlitshönnuðir myndarinnar vildu mig dökkhærða þannig að hafist var handa við hárlitanir. Fyrst var ég lituð dökkhærð, síðan brúnhærð, svo var ég orðin rauðhærð og endaði ljóshærð.“ Elva Ósk bætir því við að einnig hafi hún verið beðin að fita sig örlítið fyrir hlutverkið og að það hafi reynst sér leikur einn. Stutt í sveitalubbann Elva Ósk segir það hafa verið mjög skemmtilega reynslu að taka þátt í að gera kvikmyndina. „Það var að sjálfsögðu töluverður undirbúningur fyrir persónusköpun en ég er jú leikkona og kann að vinna með tilfinningar. Ég er alin upp úti á landi þannig að stutt var að kafa eftir sveitalubbanum í mér“ „Bíóbransinn er ekki stór hér á landi þannig að flestir þekkjast innbyrðis og hafa unnið saman áður. Ég var þó að kynnast Birni Brynjólfi leikstjóra. Þar er mikill öðlingur á ferð og sama má segja um Víði tökumann. Aðstoðarleikstjóri var engin önnur en Garún og hún er frábær.“ Aðstæður á tökustað reyndu oft og tíðum mikið á leikarana. „Oft voru erfiðar aðstæður en ég varð aldrei hrædd vegna þess að vel var staðið að öryggismálum. Þegar hæðin var mikil, eins og þegar tekið var upp á mjórri göngubrú í Búrfellsvirkjun, vorum við leikararnir settir í líflínu. Eins var björgunarsveit viðstödd tökur við Háafoss en þar vorum við tengd í líflínur við að leika slagsmálaatriði úti á hengibrún þar sem 200 metra þverhnípi var niður í grýtta jörð.“ Leikhúslíf og plötusamningur Elva Ósk er afar sátt við útkomu myndarinnar og segir að það hafi tekist sem lagt var af stað með, það er að búa til alvöru íslenska spennumynd. „Ég lék í spennuþáttaröðinni Erninum en var aldrei stödd þar í miðri spennuhringiðunni þannig að Köld slóð er fyrsta spennumyndin sem ég leik í. Hraðinn og spennan í myndinni hentar mér vel og ég gæti alveg hugsað mér að leika í fleiri spennumyndum. Í sjálfu sér er ekkert öðruvísi að vinna spennuhlutverk og dramahlutverk. Allt er þetta af sama meiði og þarf að koma frá hjartanu,“ segir Elva Ósk og aðspurð um hvað sé framundan hjá henni svarar hún: „Ég er að byrja að æfa verk í Þjóðleikhúsinu eftir Eric-Emmanuel Schmitt. Leikritið heitir Hjónabandsglæpir og Edda Heiðrún Backman mun leikstýra því. Síðan er ýmislegt spennandi á borðinu sem ég er að skoða og get ekki tjáð mig um enn sem komið er. Við í hljómsveitinni Heimilistónum gerðum nýlega tveggja plötu samning og gefum út disk í vor þannig að það er nóg að gera!“ LEIKURINN KEMUR FRÁ HJARTANU Elva Ósk Ólafsdóttir fer með burðarhlutverk í kvikmyndinni Kaldri slóð sem Freyja er býr á afskekktum sveitabæ nálægt virkjuninni þar sem aðaldramatík myndarinnar fer fram. Þetta er fyrsta spennumyndin sem hún leikur í en skemmst er minnast þess að Elva Ósk lék aukahlutverk í dönsku spennuþáttaröðinni Örninn. Nafn: Elva Ósk Ólafsdóttir. Stjörnumerki: Meyja. Hjúskaparstaða: Draumaprinsinn er þarna úti einhvers staðar. Börn: Tvö. Gæludýr: Boris, norskur skógarköttur. Áhugamál: Tónlist, fólk og náttúran. Uppáhaldsleikari: Allt of margir. Mottó: Að njóta og lifa í núinu. ský 25 Elva leikur Freyju „Ég leik Freyju sem býr með veikri móður sinni á afskekktum sveitabæ nálægt virkjun. Freyja vinnur við að flytja póst og kost upp í virkjun. Hún er sterk kona og algjör töffari. Þegar Baldur (Þröstur) ræður sig til vinnu í virkjuninni sér Freyja um að koma honum þangað. Með þeim tekst góður vinskapur og ýmislegt meira sem ég vil ekki segja frá.“ Íslensk kvikmynd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.