Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 47

Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 47
Í Háskólanum í Reykjavík er boðið upp á nám í iðnfræði sem er hagnýtt 45 eininga nám á háskólastigi, með það að markmiði að styrkja stöðu nemenda á vinnumarkaði og gera þá hæfari til að takast á við fleiri og fjölbreyttari störf. Steinþór Gunnarsson húsasmíðameistari, sem hefur umsjón með fasteignum Landspítala-Háskólasjúkrahúss, stundar fjarnám í byggingariðnfræði við HR. og á fjórðu önn og gerir ráð fyrir að ljúka því á næsta ári með lokaverkefni. „Fjarnám hentar mér vel þar sem ég er í fastri vinnu og hef ég reyndar beðið lengi eftir að þessi möguleiki opnaðist. Það er ekki einfalt mál að þurfa að fara úr góðri vinnu til að stunda staðarnám í nokkur ár og síðan aftur á byrjunarreit á miðjum aldri en mér líkar vel námið við HR, þar starfa margir hæfir kennarar og er það einn mesti styrkur skólans að bæði er um fastráðna kennara að ræða og einnig eru margir þeirra sóttir út í atvinnulífið. Kennsluvefurinn er vel upp byggður og er tiltölulega auðvelt að fylgjast með, sækja efni og skila verkefnum. Upplýsingaflæði til fjarnema er gott og ekki mikil hætta á að upplýsingar fari fram hjá þeim.“ Að mati Steinþórs eru kostirnir við námið fjölmargir og eiginlega engir gallar: „Hægt er að haga náminu að töluverðu leyti eftir eigin höfði og velja sér þann hraða sem hentar hverju sinni. Það er varla hægt að kalla það ókosti þótt námið sé stundum einmanalegt og geri þær kröfur til nemenda að þeir starfi sjálfstætt, enda á það raunar við allt nám á háskólastigi. Þó geta nemendur, ef þeir vilja, unnið að einhverju leyti saman séu þeir í þéttbýli og einhver nálægur í sama námi. Fyrir hina er hægt að nýta sér umræðuþræði á námsvefnum og fá þannig stuðning frá samnemendum eða kennurum.“ langaði mikið að bæta við mig menntun. Ég var að spá í hvað ég ætti að gera þegar ég sá auglýsingu frá Háskólanum í Reykjavík þar sem meðal annars var auglýst tölvunarfræðinám sem hægt er að stunda í fjarnámi. Fannst mér það henta vel sem viðbót við viðskiptafræðimenntun mína og skellti mér í námið sem ég hef nú nýlokið.” Um námið sjálft segir Elín: „Þetta er alvöru nám og eins gott að skipuleggja tímann sinn vel, eigi ekki að fara illa. Það eru gerðar sömu kröfur til nemanda í fjarnámi og þeirra sem eru í dagskóla. Við tökum sömu próf. Kostirnir við fjarnámið í HR eru margir, ég get nefnt sem dæmi að fyrirlestrarnir eru teknir upp og þú getur alltaf nálgast þá á netinu þegar þér hentar í stað þess að mæta á einhvern ákveðinn stað sem er með fjarfundaútbúnað, eins og þekkist víða, og sitja fyrirlesturinn. Annar kostur við námið var að ég þurfti ekki að fara úr minni heimabyggð til að taka próf, þurfti aðeins að fara til Ísafjarðar þar sem Fræðslumiðstöð Vestfjarða er. Þá eru alltaf í gangi verkefni sem halda manni við efnið. Ég gerði strax miklar kröfur til námsins og get ég ekki annað sagt en að allar þær kröfur hafi staðist. Námið hefur veitt mér mikið og aukið víðsýni mína sem starfandi viðskiptafræðingur.“ Elín segir mikilvægt fyrir þann sem stundar fjarnám að vera í sambandi við aðra sem eru í sams konar námi: „Ég hafði samband við systur mína og fékk hana með mér og við fylgdumst að og ég mæli eindregið með því að sá sem ætlar í fjarnám reyni að kynnast einhverjum sem er á sömu leið. Það gerir aðeins gott.“ Fyrir þá sem eru að hugsa um fjarnám segir Elín: „Fyrst og fremst að vera skipulagður og breyta sem minnst lífsmunstrinu. Ef miklar breytingar verða á lífinu meðan á námi stendur þá er hættan meiri á að gefast upp og þó að stundum sé á brattann að sækja þá er uppskeran mikil.“ ský 47 Steinþór er spurður hvort námið opni honum möguleita til að breyta til: „Það væri ef til réttara að spyrja einhverja mér yngri nemendur þessarar spurningar. Í mínu tilfelli er drifkrafturinn fyrst og fremst löngunin eftir að gera betur í núverandi starfi, sem stjórnandi verklegra framkvæmda. Þá opnast einnig sá möguleiki að geta tekið að sér meira krefjandi verkefni og gera þannig starfið fjölbreyttara. Iðnfræðingum bjóðast að sjálfsögðu margvísleg störf bæði sem byggingarstjórar við mannvirkjagerð, á verk- fræðistofum og víðar. Ég get hiklaust mælt með þessu námi, það er krefjandi, en jafnframt mjög gefandi. Þegar byrjunarörðugleikarnir, sem allir lenda í, eru að baki er þetta bara gaman.“ Steinþór Gunnarsson húsasmíðameistari stundar fjarnám í iðnfræði við HR: KREFJANDI EN JAFNFRAMT GEFANDI NÁM Steinþór Gunnarsson segir námið skemmtilegt þegar byrjunarörðugleikar séu að baki. sky ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.