Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 17

Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 17
 ský 17 sumum virtist að ríkisstjórnin væri feig, rétt eins og raunin var. Þegar kötturinn fer í burtu bregða mýsnar á leik, segir máltækið. Þótt ýmsir teldu ríkisstjórnina dauðadæmda frá upphafi var friður farinn að færast yfir samstarfið þegar hún sprakk. Þegar Benedikt Gröndal var snemma í október vestur í New York á allsherjarþingi sáu þingmenn Alþýðuflokks- ins, þeir Sighvatur Björgvinsson og Vilmundur Gylfason, sér leik á borði, fengu Kjartan Jóhannsson í lið með sér og samþykktu að slíta stjórnarsamstarfinu. Sú ákvörðun krata var til lykta leidd á fundi ríkisstjórnarinnar 9. október 1979, daginn áður en Alþingi kom saman að nýju eftir sumarhlé. „Á svikaskeri í óshólmum“ „Stjórn sem segir af sér getur ekki rofið þing,“ sagði Ólafur Jóhannesson í viðtali við Morgunblaðið 10. október 1979 - en hann baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Honum var í mun að Alþýðuflokksmenn sæti uppi með vandamálið sem þeir höfðu stofnað til. Útkoman varð minnihluta- og starfsstjórn undir forystu Benedikts Gröndal, sem varin var með hlutleysi Sjálfstæðis- flokksins. Hún tók við völdum 15. október og sat fram í febrúar árið eftir. Þá var landslagið í íslenskri pólitík reyndar orðið gjörbreytt því í desemberkosningunum 1979 vann Framsóknarflokkurinn afgerandi sigur en báðir A-flokkarnir töpuðu. Í ævisögu sinni segir Steingrímur Hermannsson að sér virðist sem vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar hafi verið „dauðadæmd frá upphafi.“ Þau eftirmæli eru athyglisverð. Í leiðara 10. október 1979 sagði Morgunblaðið að öll „fyrirheitin og faguryrðin sem flaggað var með í kosningabaráttunni í fyrrasumar, hafa nú steytt á svikaskeri í óshólmum vinstri stjórnarinnar ... Ólafur Jóhannesson skildi við landið árið 1974 með yfir 50% verðbólgu eftir blómaskeið Viðreisnar, en miklu verst er ástandið nú, er hann skilur við það nú með 60 til 75% verðbólgu eftir því hvernig reiknað er. Jörundur var hundadagakóngur og var hann kenndur við þessa 40 hundadaga, þótt hann „ríkti“ lengur, en þessi síðasta ríkisstjórn hefur „ríkt“ eins og stjórnlaust rekald í 400 daga. Það hafa verið 400 hundadagar.“ Í Dagblaðinu sagði Jónas Kristjánsson að þingmenn Alþýðuflokksins hefðu tekið rökrétta ákvörðun með því að taka ekki „.... frekari ábyrgð á langverstu ríkisstjórn, sem þjóðin hefur mátt þola. ... Svona endaleysa getur hvergi ríkt nema hér á landi.“ Fjórar vinstri stjórnir Frá lýðveldisstofnun hafa Íslendingar haft fjórar ríkisstjórnir vinstri flokka. Þær hafa allar verið skammlífar. Vinstri stjórn Hermanns Jónassonar sat frá 1956 til ársloka 1958, Ólafur Jóhannesson leiddi ríkisstjórn Framsóknarflokks, Alþýðubandalags og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna frá 1971 til 1974 og þá stjórn Framsóknar og A-flokkanna, sem segir frá hér að framan. Engin þessara stjórna lifði út heilt kjörtímabil, né heldur stjórn Gunnars Thoroddsens sem hann myndaði með Framsóknarflokknum og Alþýðubandalaginu gegn meirihluta sjálfstæðismanna. Þriggja flokka ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar sprakk haustið 1988, en þá tóku þeir Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson sig saman og mynduðu ríkisstjórn undir forsæti hins fyrrnefnda, þar sem þeir fengu Alþýðubandalagið undir forystu Ólafs Ragnars Grímssonar og síðar Borgaraflokk til liðs við sig í ríkisstjórn sem lifði út kjörtímabilið og hélt raunar meirihluta sínum í kosningunum 1991, naumlega þó. Enginn áhugi var á að halda því samstarfi áfram að kosningum loknum. Í öllum þessum fjórum ríkisstjórnum glímdu ráðherrar við mikinn vanda í efnahagsmálum þjóðarinnar, sem aftur leiddu til erfiðleika í stjórnarsamstarfinu. Hvort samstarf í ríkisstjórn vinstri flokka gengi betur í dag, þegar efnahagsumhverfið er orðið allt annað, skal ósagt látið og eins hvort vinstri flokkunum tækist að viðhalda þeim stöðugleika sem ríkt hefur frá þjóðarsáttarsamningunum árið 1990. Að fólk sé bærilega samstíga skiptir öllu svo árangur náist og má þá einu gilda úr hvaða flokki það kemur. Veldur hver á heldur, segir máltækið og sagan og fjarlægð tímans er glöggskyggn dómari. Ítalskt og gott Bo rð ap an tan ir í s ím a 4 61 -5 85 8 Njóttu lífsins í hjarta Akureyrar Hafnarstræti 92 - www.bautinn.is r t ir ím a 4 61 - Stjórnmál sky ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.