Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 23

Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 23
Aníta Briem leikur eitt aðalhlutverkið í Kaldri slóð en þar lék hún á móðurmálinu eftir sjö ára hlé. Leiklistaráhuginn kviknaði á fjölum Þjóðleikhússins þegar Aníta var ung stelpa. „Ég tók þátt í fjórum leikritum Þjóðleikhússins sem barn og unglingur en mitt fyrsta hlutverk var Ida í Emil í Kattholti og lék ég meðal annars bæði með Elvu Ósk og Þresti Leó þar. Þjóðleikhúsið átti stóran þátt í uppeldi mínu. Mér þykir ósköp vænt um þær minningar og reynslu sem ég öðlaðist þar.“ Í leiklistarnámi í London Aníta, sem er dóttir Gunnlaugs Briem trommuleikara og Ernu Þórarinsdóttur söngkonu, ákvað að feta ekki í fótspor foreldra sinna í tónlist en valdi næsta bæ við eins og hún orðar það. „Þegar leiklistin var farin að móta sig í huga mínum sem lífsstíll fór ég að skoða hvernig ég gæti orðið mér úti um góða menntun. Þá fór ég að skoða leiklistarskóla í London, sótti um þá fimm bestu og eftir blóð, svita og tár komst ég inn í Royal Academy of Dramatic Arts (RADA). Ég komst inn í fyrstu tilraun og var mjög ánægð með það. Fyrir aðra sem vilja reyna að feta aðra slóð tel ég að það sé betra að bíða í nokkur ár eftir að komast inn frekar en að sætta sig við það næstbesta. Ég var tilbúin að gera það en síðan var ekki þörf á því. Árin þrjú í náminu voru afar mikilvæg og kröfðust mikils fjármagns.“ „Ég hlaut bestu hugsanlega þjálfun í mínu fagi í skólanum og fékk þar mikilvægan grunn þar sem standardinn var settur hátt svo maður gæti haldið áfram að læra þegar maður kláraði námið.“ Leikur á móti Brendan Fraser Eftir námið starfaði Aníta í London í eitt ár og lék meðal annars í leiksýningunni Losing Louis sem var sýnt á West End í fimm mánuði. Eftir prufur hjá ABC-sjónvarpsstöðinni fóru svo hjólin að snúast fyrir alvöru. „Þeir hjá ABC voru í erfiðleikum með að finna leikkonu í ákveðið hlutverk og fóru að Aníta Briem gerir það gott sem leikkona í Bandaríkjunum: ELTIR DRAUMINN Í ENGLABORGINNI Þrátt fyrir ungan aldur á Aníta Briem áhugaverðan og spennandi leiklistarferil að baki. Eftir að hafa stundað leiklistarnám í London býr Aníta nú í Los Angeles þar sem hún freistar gæfunnar og nýtur nú þegar mikillar velgengni í heimi kvikmyndanna. Aníta leikur Elínu: Elín er samstarfsmaður og góður vinur Baldurs, persónu Þrastar Leó. Hún er ábyggilega sú sem þekkir hann best og dæmir hann ekki heldur er til staðar fyrir hann. Í gegnum samband þeirra í byrjun myndarinnar fær áhorfandinn að kynnast betur Baldri, hetjunni sinni, áður en hann heldur út í óvissuna, út í það sem virðist vera á hugboðinu einu saman. ský 23 Nafn: Aníta Briem. Stjörnumerki: Tvíburi. Hjúskaparstaða: Ein, einhleyp og ógift. Börn: Eru oft minni en annað fólk. Gæludýr: Hundar nágrannans. Litlir og gætu ekki varið mig fyrir litlu barni en standa samt vörð. Áhugamál: Flest. Uppáhaldsleikari: Brando og allir í The Departed. Einnig Forrest Whitaker en hann er ábyggilega frá annarri plánetu. Mottó: „Who dies not before he dies is ruined when he dies.“ - Jacob Boehme. Pældu aðeins, svo skulum við spjalla! Íslensk kvikmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.