Ský - 01.02.2007, Page 23

Ský - 01.02.2007, Page 23
Aníta Briem leikur eitt aðalhlutverkið í Kaldri slóð en þar lék hún á móðurmálinu eftir sjö ára hlé. Leiklistaráhuginn kviknaði á fjölum Þjóðleikhússins þegar Aníta var ung stelpa. „Ég tók þátt í fjórum leikritum Þjóðleikhússins sem barn og unglingur en mitt fyrsta hlutverk var Ida í Emil í Kattholti og lék ég meðal annars bæði með Elvu Ósk og Þresti Leó þar. Þjóðleikhúsið átti stóran þátt í uppeldi mínu. Mér þykir ósköp vænt um þær minningar og reynslu sem ég öðlaðist þar.“ Í leiklistarnámi í London Aníta, sem er dóttir Gunnlaugs Briem trommuleikara og Ernu Þórarinsdóttur söngkonu, ákvað að feta ekki í fótspor foreldra sinna í tónlist en valdi næsta bæ við eins og hún orðar það. „Þegar leiklistin var farin að móta sig í huga mínum sem lífsstíll fór ég að skoða hvernig ég gæti orðið mér úti um góða menntun. Þá fór ég að skoða leiklistarskóla í London, sótti um þá fimm bestu og eftir blóð, svita og tár komst ég inn í Royal Academy of Dramatic Arts (RADA). Ég komst inn í fyrstu tilraun og var mjög ánægð með það. Fyrir aðra sem vilja reyna að feta aðra slóð tel ég að það sé betra að bíða í nokkur ár eftir að komast inn frekar en að sætta sig við það næstbesta. Ég var tilbúin að gera það en síðan var ekki þörf á því. Árin þrjú í náminu voru afar mikilvæg og kröfðust mikils fjármagns.“ „Ég hlaut bestu hugsanlega þjálfun í mínu fagi í skólanum og fékk þar mikilvægan grunn þar sem standardinn var settur hátt svo maður gæti haldið áfram að læra þegar maður kláraði námið.“ Leikur á móti Brendan Fraser Eftir námið starfaði Aníta í London í eitt ár og lék meðal annars í leiksýningunni Losing Louis sem var sýnt á West End í fimm mánuði. Eftir prufur hjá ABC-sjónvarpsstöðinni fóru svo hjólin að snúast fyrir alvöru. „Þeir hjá ABC voru í erfiðleikum með að finna leikkonu í ákveðið hlutverk og fóru að Aníta Briem gerir það gott sem leikkona í Bandaríkjunum: ELTIR DRAUMINN Í ENGLABORGINNI Þrátt fyrir ungan aldur á Aníta Briem áhugaverðan og spennandi leiklistarferil að baki. Eftir að hafa stundað leiklistarnám í London býr Aníta nú í Los Angeles þar sem hún freistar gæfunnar og nýtur nú þegar mikillar velgengni í heimi kvikmyndanna. Aníta leikur Elínu: Elín er samstarfsmaður og góður vinur Baldurs, persónu Þrastar Leó. Hún er ábyggilega sú sem þekkir hann best og dæmir hann ekki heldur er til staðar fyrir hann. Í gegnum samband þeirra í byrjun myndarinnar fær áhorfandinn að kynnast betur Baldri, hetjunni sinni, áður en hann heldur út í óvissuna, út í það sem virðist vera á hugboðinu einu saman. ský 23 Nafn: Aníta Briem. Stjörnumerki: Tvíburi. Hjúskaparstaða: Ein, einhleyp og ógift. Börn: Eru oft minni en annað fólk. Gæludýr: Hundar nágrannans. Litlir og gætu ekki varið mig fyrir litlu barni en standa samt vörð. Áhugamál: Flest. Uppáhaldsleikari: Brando og allir í The Departed. Einnig Forrest Whitaker en hann er ábyggilega frá annarri plánetu. Mottó: „Who dies not before he dies is ruined when he dies.“ - Jacob Boehme. Pældu aðeins, svo skulum við spjalla! Íslensk kvikmynd

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.