Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 66

Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 66
 66 ský SVEITAPILTSINS DRAUMUR Að vinna stóra sigra og slá í gegn. Ótal marga dreymir um slíkt, þótt fólk geri ekki kannski endilega uppskátt um það. Margir íslenskir rithöfundar hafa glímt við söguna um sveitadrenginn sem flytur á mölina, en yfirgefur samt sveitina aldrei í hjarta sínu. Enginn getur að flúið sinn fæðingarhrepp, segir í ljóðinu. Enn fleiri höfundar og það af öllu þjóðerni hafa svo fjallað um ameríska drauminn, enda eru Bandaríkin sögð land tækifæranna. Guðmundur Magni Ásgeirsson, ungur sveitastrákur frá Borgarfirði eystra, hélt vestur á liðnu sumri í leiðangur, hvar honum farnaðist vel. Miklir hæfileikar og orkan sem hann nam í hinu ævintýralega umhverfi bernskuslóða sinna undir Dyrfjöllum varð honum gott veganesti. Í sveitinni lærði hann að taka til hendi, hann var til dæmis ekki óvanur því að keyra á traktor og sinna nauðsynlegum bústörfum. Iðja er auðnu móðir, segir máltækið og í keppninni um Rock-Star Supernova, sem sjónvarpað var um öll Bandaríkin og eins hér heima, hefur slíkt áreiðanlega komið sér vel. Enda sló Magni rækilega í gegn. Þúsundir Íslendinga fylgdust heilu næturnar með Magna í Rock Star - og þótti talsvert til koma. Í keppninni lenti hann í fjórða sæti um hver yrði söngvari Super Nova. Öllum mátti því ljóst vera að í Magna væri góður efniviður, enda hafði hann áður getið sér gott orð sem söngvari sveitarinnar Á móti sól sem söng á alls konar dansiböllum hér heima og tryllti lýðinn. Myndin sem hér fylgir var tekin í Borgarfirði eystra árið 2001 og sýnir svolítið annan Magna en sjónvarpsáhorfendur víða um heim sáu í fyrra. Hann er svolítið hallærislegur sveitapiltur við dráttarvélina sína, einn af fjölmörgum sem lætur sig bara dreyma um frægðina. Og nú er Magni aftur floginn vestur. Rokkbandið Supernova, þar sem hann keppti um söngvarahlutverkið í raunveruleikaþáttunum frægu í fyrra, hefur nú fengið hann í sínar raðir sem gítarleikara, en sveitin lagði nýverið upp í ferð um Bandaríkin og Kanada þar sem leikið er á tæplega þrjátíu tónleikum. Þar kemur Magni fram, ásamt félögum sínum úr Rock Star þáttunum, og ýmsum fleiri. Þessi tónleikalota stendur fram á vor, en þá tekur Magni að óbreyttu aftur upp þráðinn þar sem frá var horfið með félögum sínum í Á móti sól. En þótt frægðin sé sæl hefur Magni líka lent í mótbyr. Frægðinni fylgir svo sem ekki eintóm sæla - og sveitapiltsins draumur kostar fórnir. Texti: Sigur›ur Bogi Sævarsson Mynd: Sigur›ur Jökull Frægð sky ,Sveitapilturinn Guðmundur Magni og dráttarvélin árið 2001.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.