Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 12

Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 12
Stutt og laggott Viðburðaríkt og skemmtilegt tímabil Jonna segir það hafa verið mikið álag bæði á sambandið og fjölskylduna þegar Jón Páll var sem mest í sviðsljósinu en miklar annir fylgdu áhugamáli hans og starfi. „Hann fékk mikla athygli þar sem hann var á ferð og á skemmtistaði var eiginlega ekki farandi vegna áreitis. Það var ekki illa meint en þetta gat orðið svolítið mikið. Auðvitað var þetta líka oft mjög skemmtilegt og viðburðaríkt en heimilislífið snerist ansi mikið um æfingar og keppnir og svo þurfti auðvitað að vera til mikill matur og ekkert ruslfæði,“ segir Jonna og bætir við: „Það var mikill skellur þegar Jón Páll féll frá, ég man enn hvar við vorum stödd og hvað við vorum að gera. Auðvitað var það mikið sjokk fyrir mig að missa góðan vin en erfiðast var að ganga í gegnum föðurmissi með syninum. Ég sakna hans enn sem góðs vinar og ekki síst bara sem manneskju sem ég ber virðingu fyrir eins og aðrir aðdáendur hans.“ Minningarsjóður og minnisvarði Í kjölfar heimildamyndarinnar um Jón Pál kom sú hugmynd upp að opna vefsíðu um hann og eftir fjölda áskorana varð það að veruleika með hjálp veffyrirtækisins Allra Átta ehf. sem opnaði síðuna og heldur henni við í samvinnu við Jonnu og Sigmar Frey. „Eftir að myndin kom út voru margir í sambandi við mig með ýmsar hugmyndir um hvernig væri hægt að halda minningu Jóns Páls á lofti. Við stofnuðum minningarsjóð um Jón Pál; ég, TÓKU ÁSKORUN HJALTA ÚRSUSS Ágúst Schmidt er sölu- og verkefnastjóri hjá Allra Átta ehf. sem átti hugmyndina að gerð vefsíðu um Jón Pál. Ágúst sér um alla efnisvinnslu, uppfærslur, vinnslu á myndum og texta á síðunni, sem og auglýsingar. Hvenær var síðan sett í loftið? Vefsíðan www.jonpall.is var sett í loftið í byrjun nóvember 2006. Hver átti frumkvæðið að því? Sú hugmynd kom strax upp hjá Jóni Trausta, eiganda Allra Átta ehf., eftir að hann heyrði útvarpsviðtal við Hjalta Úrsus varðandi heimildarmynd hans um Jón Pál Sigmarsson. Þar tók Hjalti meðal annars fram að það væri afar áríðandi að koma upp glæsilegri vefsíðu um Jón Pál heitinn og skoraði jafnframt í leiðinni á alla vefsíðuhönnuði sem og vefsíðufyrirtæki að láta það að veruleika verða. Upp frá því hafði Jón Trausti samband við Hjalta svo og barnsmóður Jóns Páls, Ragnheiði Jónínu Sverrisdóttur, og bauð fram ókeypis vefsíðuhönnun og alla aðstoð til að láta vefsíðuna verða að veruleika. Hver er tilgangur síðunnar? Vefsíðan er tileinkuð og helguð minningu Jóns Páls Sig-marssonar, þjóðarhetju okkar Íslendinga. Tilgangur síðunnar er meðal annars sá að leyfa almenningi að fræðast um sögu Jón Páls í máli og myndum á góðan og skemmtilegan hátt. Hvernig viðbrögð hafið þið fengið við síðunni? Viðbrögð við síðunni hafa verið mjög góð, miðað við að ekkert er búið að auglýsa hana fyrir almenningi. Þrátt fyrir það voru til dæmis heimsóknir inn á síðuna um þúsund manns í desembermánuði. Stefnt er að því að fara út í að auglýsa hana á næstunni þannig að það má búast við enn betri viðbrögðum og margfalt fleiri heimsóknum inn á síðuna. 12 ský
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.