Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 50

Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 50
 50 ský Stutt og laggott Fyrsta flugið Flugfélag Íslands, fyrsta íslenska flugfélagið, var stofnað í Reykjavík 1919, átta árum áður en bandaríski flugmaðurinn Charles Lindbergh flaug einn og linnulaust yfir Atlantshafið. Flugfélagið var þó skammlíft, bauð aðeins upp á útsýnisflug í tvö sumur. Flugfélag Íslands var svo stofnað aftur í maí 1928 og í júní var fyrsta farþegaflugið farið, frá Reykjavík til Akureyrar með viðkomu á Ísafirði og Siglufirði. Í júní 1937 var Flugfélag Akureyrar stofnað sem síðan varð Flugfélag Íslands. Agnar Kofoed-Hansen var fyrsti framkvæmdastjóri þess og flugmaður. Hann er almennt talinn helsti frumkvöðull félagsins og sá sem hóf flug til landsins. Guðrún Jónsdóttir Fyrir tæpum tuttugu árum datt Guðrúnu Jónsdóttur í hug að hafa opna línu í tvö kvöld til að safna upplýsingum um kynferðislegt ofbeldi á Íslandi. „Til að gera langa sögu stutta, þá loguðu línurnar,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talsmaður Stígamóta. Síðar sama ár voru fyrstu stuðningshóparnir stofnaðir til að taka á kynferðislegu ofbeldi og sifjaspellum. Á kvennadaginn 8. mars 1990, voru Stígamót opnuð, athvarf fyrir þá sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Athvarfinu var komið á fót fyrir atbeina nokkurra femínistahópa um allt land. Síðan þá hefur athvarfið tekið á móti 4.233 einstaklingum. Á síðasta ári einu saman komu þar 543 manns sem svarar til 2.042 aðhlynningarstunda. Eiður Smári Guðjohnsen Ekki sem verst fyrir krakka að norðan, sagði Eiður Smári Guðjohnsen um feril sinn í viðtali. Nei, alls ekki sem verst. Íslenski landsliðsmaðurinn hóf leik hjá Evrópumeisturunum Barcelona sumarið 2006. Viku eftir viku sýnir þessi 28 ára sóknarmaður hæfileika sína á einum af stærstu knattspyrnuvöllum heims sem tekur 110 þúsund manns. Í meistaradeildarleik í nóvember síðastliðnum skoraði Eiður Smári mark gegn fyrrum liði sínu Chelsea (sem í tvö ár í röð sigraði í ensku úrvalsdeildinni með hjálp Eiðs Smára) í leik sem endaði 2-2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.