Ský - 01.02.2007, Side 50

Ský - 01.02.2007, Side 50
 50 ský Stutt og laggott Fyrsta flugið Flugfélag Íslands, fyrsta íslenska flugfélagið, var stofnað í Reykjavík 1919, átta árum áður en bandaríski flugmaðurinn Charles Lindbergh flaug einn og linnulaust yfir Atlantshafið. Flugfélagið var þó skammlíft, bauð aðeins upp á útsýnisflug í tvö sumur. Flugfélag Íslands var svo stofnað aftur í maí 1928 og í júní var fyrsta farþegaflugið farið, frá Reykjavík til Akureyrar með viðkomu á Ísafirði og Siglufirði. Í júní 1937 var Flugfélag Akureyrar stofnað sem síðan varð Flugfélag Íslands. Agnar Kofoed-Hansen var fyrsti framkvæmdastjóri þess og flugmaður. Hann er almennt talinn helsti frumkvöðull félagsins og sá sem hóf flug til landsins. Guðrún Jónsdóttir Fyrir tæpum tuttugu árum datt Guðrúnu Jónsdóttur í hug að hafa opna línu í tvö kvöld til að safna upplýsingum um kynferðislegt ofbeldi á Íslandi. „Til að gera langa sögu stutta, þá loguðu línurnar,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talsmaður Stígamóta. Síðar sama ár voru fyrstu stuðningshóparnir stofnaðir til að taka á kynferðislegu ofbeldi og sifjaspellum. Á kvennadaginn 8. mars 1990, voru Stígamót opnuð, athvarf fyrir þá sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Athvarfinu var komið á fót fyrir atbeina nokkurra femínistahópa um allt land. Síðan þá hefur athvarfið tekið á móti 4.233 einstaklingum. Á síðasta ári einu saman komu þar 543 manns sem svarar til 2.042 aðhlynningarstunda. Eiður Smári Guðjohnsen Ekki sem verst fyrir krakka að norðan, sagði Eiður Smári Guðjohnsen um feril sinn í viðtali. Nei, alls ekki sem verst. Íslenski landsliðsmaðurinn hóf leik hjá Evrópumeisturunum Barcelona sumarið 2006. Viku eftir viku sýnir þessi 28 ára sóknarmaður hæfileika sína á einum af stærstu knattspyrnuvöllum heims sem tekur 110 þúsund manns. Í meistaradeildarleik í nóvember síðastliðnum skoraði Eiður Smári mark gegn fyrrum liði sínu Chelsea (sem í tvö ár í röð sigraði í ensku úrvalsdeildinni með hjálp Eiðs Smára) í leik sem endaði 2-2.

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.