Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Side 15

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Side 15
 Ólafía Einarsdóttir __________ 15 Í síðari og að nokkru endurskoðaðri útgáfu af sögu Jóns helga eftir Gunn- laug munk er augljóst að textinn hefur verið sniðinn að íslenskum lesendum, þar eð mikið af mælsku, ósennilegustu ýkjum og einhliða kirkjulegu bragði textans er sleppt. Þegar í þessari gerð sögunnar er vikið að hjúskap Jóns biskups, er þess getið að hann hefði tvívegis gifst, fyrri konan hefði lifað stutt og hann hefði með hvorugri konunni átt börn er komust á legg eða sögur fara af. Í síðari gerð sögunnar er horfið frá frásögn Gunnlaugs munks í þá veru að Jón hefði alls engin börn átt með konum sínum og skýringin væri að ýmissa dómi sú, að hvorki hefði hann sængað með eiginkonum sínum, né hefði hann yfirleitt hlotið sveinsspjöll af konum. Í síðari útgáfu sögunnar er þessari setningu einmitt með öllu sleppt, og svo sem ráða má af orðum mínum hér að framan, myndi slík lýsing á samlífi hjóna vægast sagt verka framandi á Íslendinga og fjölskyldu- hyggju þeirra. Hér er þess enn að minnast, að helmingur þjóðarinnar er að öllu jöfnu konur og í jarteiknasafni þeirra beggja, Jóns helga og Þorláks helga, koma konur jafnoft við sögu og karlar. Þetta er ekki að undra, ef tekið er tillit til verka kvenna í þágu lítilmagna – smábarna, sjúkra, farlama og aldraðra. Konur eða fólk í þeirra umsjá var þannig oft meðal þeirra er hétu á helga menn, er þekktir voru að því að verða vel við áheitum. Það hlaut því að vera þyrnir í augum Íslendinga, er konum var lýst með yfirbragði andstyggðar líkt og Gunnlaugur munkur hafði gert með stoð í kennisetningum alþjóðlegrar kaþólskrar kirkju. Í augum myndugra húsfreyja hlaut það að teljast móðgun næst, að Jóni helga skyldi til hróss talið, að hann sængaði ekki með eiginkonum sínum. Í 14. kafla í endurskoðaðri gerð af ævisögu Jóns helga segir frá aðstæðum á Hólastóli. Þegar Jón tók þar við embætti (hann var biskup 1106–1121), fékk hann menn til þess að hafa umsjón með rekstrinum ásamt sinni virðulegu húsfreyju, sem hann hafði áður verið giftur. Í samanburði við fyrri gerð sögunnar er nú sú breyting orðin á, að húsfreyja kemur í stað eiginkonu og setningin þess efnis, að hún væri ekkja, er felld burt. Með því eru óhæfilegar ýkjur Gunnlaugs munks burtu numdar. Í ævisögum biskupanna Þorláks og Jóns höfðu höfundarnir reynt að tryggja velvild alþjóðlegrar kaþólskrar kirkju þessum íslensku helgu mönnum til handa, þar eð þeir höfðu lifað í einlífi eða í „hreinlífi“. Í endurgerðri sögu Jóns helga má þó þegar greina tilhliðrun við Íslendinga, sem voru tilbeiðendur þessa helga manns. Ef litið er á sögur annarra biskupa, t.d. sögu Páls biskups, má fá vissu fyrir því, að hin formfasta kaþólska kirkja varð mjög svo að laga sig að félagslegum aðstæðum á Íslandi og ekki síst, þegar konur áttu í hlut. Hvar annars staðar á rómversk- kaþólsku svæði myndi biskupsfrúm vera ætlaður slíkur sess sem á Íslandi? Jafnvel innan kirkjulegra bókmennta héldu húsfreyjur hlut sínum gegn yfirboðskap kirkjunnar. Í byrjun 13. aldar var það enn skoðun kirkjuleiðtoga, að dugnaður húsfreyja við rekstrarstjórnun væri eitt af því, sem einkum mætti prýða konur. Á síðasta fjórðungi 13. aldar breyttist staða íslenskra kvenna nokkuð í átt að því, sem algengast var í Evrópu. Samkvæmt kristnirétti Árna biskups Þorlákssonar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.