Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Page 26

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Page 26
 þegar einstaklingurinn er í ákveðnu hugarástandi og er ástand þetta handan mannlegs máttar (Mundal 1974, bls. 42). Í dýralíki afhjúpar hann, með sama hætti og fylgja, oftast „sendanda“ ætlunar sinnar og siðferðisþrek: kraft- mikinn björn eða árásargjarnan úlf (Raudvere 2003, bls. 71). Tvískipt eðli mannskepnunnar birtist með skýrum hætti í hugtökunum fylgja og hamr. Með fylgju er átt við ein- hverskonar tvífara eða „skuggasjálf“. Orðsifjafræðilega er til umræðu hvort orðið merki að fylgja, þ.e. fylgd (Simek 1996, bls. 96) eða hvort það sé komið af fulga, þ.e.a.s. skinn, „hula“ eða „dýraklæði“, en fyrir því hafa verið færð sannfærandi rök (Glosecki 1989, bls. 186). Hamr, þ.e.a.s. hamur eða skinn ber einnig að skilja sem svo að þar sé á ferðinni tímabundinn líkamn- ingur, sem hugr einstaklingsins getur brugðið yfir sig sem hamhleypa eða með hamskiptum, oftast í dýralíki. Við hamskipti birtist sálin, hugr, laus við líkama sinn og venjulega í líki fugls, en einnig sem björn, úlfur eða hvalur (Glosecki 1989, bls. 184), og getur sem slíkur farið víða um lönd til að afla visku, en um til að berjast við óvinveitta „anda“. Því sterkara sem dýrið er því meiri möguleikar eru að sigrast á öðrum frjálsum – fjandsamlegum – öndum. Þegar hugr manneskju breytist þannig í dýr við hamfarir, felur það jafnframt í sér að manneskjan sjálf verður að dýri, til að fara á milli tveggja tilverustiga, meðan mannslíkaminn liggur eftir sem sofandi eða dauður. Þegar mannssálin fer í dýralíki fær dýrið líka sál. Maður verður dýr, dýr verður maður. Ekki er unnt að gera neinn afgerandi greinar- mun á fylgju og hami (Raudvere 2001, bls. 102 o.áfr., 2005, bls. 71). Munurinn virðist í aðalatriðum vera að hugr einstaklingsins, þ.e. að andi getur við hamfarir tekið á sig mismunandi dýralíki, þegar fylgja aftur á móti er óbreytanleg táknræn birtingarmynd innri eiginleika viðkomandi einstak- lings. Fylgja er því hjálparandi sem hefur líkamnast í dýralíki, og því meira eins og goðsöguleg persóna (Raudvere 2001, bls. 102 o.áfr., 2003, bls. 71). Dýrafylgja er ytri sál, sem manneskjan hefur fyrir utan sína líkamssál, þ.e.a.s. skuggamynd í dýralíki sem tilheyrir hinum óefnislega heimi (Mundal 1974, bls. 42-43). Hugmyndin um fylgju og hamfarir, eins og hún kemur fyrir í norrænum bókmenntum, fellur vel að því samsafni hugmynda og menningareinkenna sem kallað er sjamanismi. Okkur gæti sýnst við fyrstu sýn að bæði fylgja og hamskipti væru tákn um vald en það svarar sennilega ekki til þess skilnings sem fornmenn höfðu á hugmyndinni. Þó voru bæði fylgja og hamr tekin bókstaflega, þrátt fyrir að vera andlegt ástand, voru þau ekki síður ákveðnir og áþreifanlegir hlutir, - dýrin voru andlegs eðlis en samt sem áður líkamleg. Fylgja og hamr var annar valkostur tilvistar, sem ljáði „eiganda“ sínum yfirskil- vitlega veru. Það er þó einvörðungu við hamskiptin sjálf sem um er að ræða fullkomlega efnisleg og lifandi dýr, sem birtingarmynd manneskjunnar í heild sinni, en sjálf er manneskjan úr leik og dýrið leikur lausum hala (Mundal 1974, bls. 42-43). Úlfur, björn, villisvín og ránfugl hafa sérstöðu sem valdadýr úr norrænni náttúru. Þó svo að flestir fuglar og spendýr, að hestinum undanskildum (Davidson 1978, bls. 141), geti komið fyrir sem fylgjur eða hamr, eru þessi Af mönnum og dýrum og þess konar skepnum __________ 26
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.