Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Page 27

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Page 27
 fjögur þó í forgrunni af þeirri ástæðu að þau tengjast yfirstéttarumhverfi og eru því áberandi í efnismenningunni, rituðu máli og mannanöfnum. Það eru einmitt þessi dýr sem ljá mönnum hami sína við ákveðnar aðstæður. Hamfarir hafa hættu í för með sér en eru ekki einungis táknlegs eðlis. Víða í fornsögunum og goðsögulegum textum er að finna lýsingar af því að hamskipti eiga sér raunverulega stað (Raudvere 2001, bls. 103 o.áfr.), jafnvel svo seint sem í Hrólfs sögu kraka sem mun hafa verið rituð á 14. öld. Þar má lesa fullfermda lýsingu andstæðra dýraanda: Í höllinni að Uppsölum holdgervist í einu vetfangi svín Aðils konungs og reynist skeinu- hættur andstæðingur Hrólfi og mönnum hans. Tilkoma þess orsakast af yfir- náttúrulegum kröftum ills konungs sem er líkastur seiðskratta. Í sama mund og svínið hverfur af vettvangi eftir að hafa barist við hundinn Gram, sem tilheyrði Hrólfi, er Aðils aftur kominn í höllina. Fylgja veitir einstaklingi ákveðna yfirnáttúrulega krafta án þess að við- komandi sé þar með sjaman. Ein- staklingurinn verður fylgja sín, þ.e. eins og Aðils konungur VAR fylgja sín, gölturinn, þ.e.a.s. að hugr hans hafði tekið þessa mynd á meðan líkaminn lá annars staðar. Þetta var ekki táknræn athöfn heldur raunveruleiki fyrir Hrólf og menn hans, en vald Aðils og illska kemur til vegna þess hve kraftur hans til trolldóms var mikill. Ógnarvaldi Aðils konungs er lýst með sama eiginleika og forsendan sem gefin er fyrir valdi Óðins sem æðstur ása: ekki vegna þess að hann var mestur hermaður heldur mesti seiðmaðurinn. Auk þess var æðsta mynd norræns trolldóms að hafa vald á hamskiptunum, þ.e. umbreytingum í aðra mynd, oftast dýralíki (Raudvere 2001, bls. 86). Og hvert þessara dýra tengdist vissum eiginleikum, sem ég ætla í framhaldinu að gaumgæfa varðandi þessi þrjú dýr, örninn, göltinn og úlfinn, sem eru algeng og auð- þekkjanleg í listinni (umfjöllun um dýrin byggir á Glosecki 1989). Kast- ljósinu verður fyrst og fremst beint að skreytilist og myndfræði 6. og 7. aldar, en myndbirting dýranna fylgir frekar náttúrulegu útliti þeirra en síðar varð raunin á víkingaöld þegar listin varð óhlutbundnari en áður hafði verið. Milli listtjáningar 5. og 6. aldar og skriflegra frásagna 13. og 14. aldar er samhengi, sem styður þann skilning að til sé kerfi hugsana sem liggur til grundvallar norrænum hugmyndaheimi. Þar til heyrir trúin á hamhleypur, þ.e.a.s. eiginleikann til þess að starfa fyrir utan líkamann. Til þess arna þurfti sérlegan skilning og þekkingu, hvort heldur meðfætt eða áunnið, en allavega innbakað í samhangandi norrænum heimsskilningi. Sá skilningur aðgreinir sig jafnframt í grundvallaratriðum frá göldrum sem síðar voru kynntir til sögunnar í Skandinavíu á 16. og 17. öld (Hastrup 1990; Raudvere 2001, bls. 107). Örninn Í heimsfræði sjamanismans hefur fugl- inn fastan sess sem fylgjudýr en fugls- hamur er hin dæmigerða birtingarmynd af sjaman. Höfuðpersónan á C-kingun- um er auðsýnilega í fuglshami og er venjulega túlkuð sem Óðinn á hátindi mættis síns, á ferð í annan heim. Hann er hafður með arnarhöfuð eða að örn fylgi honum. Örninn er herra háloft- anna, hann sér allt, og leggur að baki lengri leið en nokkurt annað dýr. Hann er öflugur og skæður og ræðst með Lotte Hedeager __________ 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.